Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 22:01 Frá Látrum þar sem sjá má Sjávarhúsið, viðbyggingin fremst á myndinni og svo skúrana lengst í burtu. Reynir Elís Þorvaldsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi. Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér. Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér.
Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira