Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 10:11 Eldsmiðjan sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum. Vísir/vilhelm Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10
Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00
Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00