Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 10:11 Eldsmiðjan sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum. Vísir/vilhelm Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10
Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00
Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00