Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 10:11 Eldsmiðjan sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum. Vísir/vilhelm Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Í stað Eldsmiðjunnar opnar veitingastaðurinn OLIFA - La Madre Pizza við Suðurlandsbraut en pizzastaðurinn verður rekinn af Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðssyni í samstarfi við Gleðipinna. Fyrirtækið OLIFA stofnuðu hjónin ásamt Francesco Allegrini til að flytja inn matvörur beint frá Ítalíu. Gömul auglýsing fyrir Eldsmiðjuna. Fram kemur í tilkynningu frá Gleðipinnum að samhliða opnuninni muni Eldsmiðjan kveðja landsmenn um „óákveðinn tíma.“ Auk Eldsmiðjunnar reka Gleðipinnar Blackbox Pizza, Shake&Pizza og fleiri veitingastaði. Veitingahúsakeðjan Foodco keypti Eldsmiðjuna árið 2007 en Foodco sameinaðist Gleðipinnum árið 2019. „Okkur Gleðipinnum þykir afar vænt um Eldsmiðjuna og það má segja að hún sé að fara í ótímabundið frí. Vörumerkið er rótgróið og sterkt og við munum að sjálfsögðu varðveita það áfram”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Bjóða Íslendingum til borðs Ása María segir að þau hjónin hafi ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum en þau hafa búið lengi á Ítalíu. Ása María Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson búa á Ítalíu ásamt börnum sínum. „Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Madre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,” segir Ása María, framkvæmdastjóri OLIFA, í tilkynningu. Einnig verður hægt að finna OLIFA - La Madre Pizza í nýrri Krónuverslun í Skeifunni. Miklar breytingar á veitingamarkaði Jóhannes hjá Gleðipinnum segir að stjórnendur fyrirtækisins sé afar spennt fyrir því að taka þátt í þessu ævintýri Ásu og Emils. „Þetta er þeirra draumur og og við erum montin af því að fá að vera samferða”, segir Jóhannes. Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.VÍSIR/VILHELM Hann bætir við að pizzamarkaðurinn hafi þróast mikið og breyst á liðnum árum og Eldsmiðjan í núverandi mynd falli ekki fullkomlega að framtíðarsýn Gleðipinna. „Okkur finnst gaman að gera nýja og skemmtilega hluti og þess vegna fannst okkur tilvalið að nýta Eldsmiðjustaðinn á Suðurlandsbraut undir OLIFA La Madre Pizza. En þó að Eldsmiðjan sé farin í frí þá er aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum aftur síðar,” segir Jóhannes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. 20. janúar 2021 21:10
Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00
Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. 30. júní 2018 07:00