„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 20:00 Glódís Guðgeirsdóttir er búsett í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi. Vísir/Egill Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli. Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli.
Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44