Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 17:17 Gul armbönd hafa mörg safnast upp á heimilum grunnskólabarna. Vísir/Atli/Vilhelm Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira