Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 16:54 Það er vissara að hafa varann á í umferðinni á þessum snjódegi vetrarins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum. „Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
„Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira