Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 20:22 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar var þungt hugsi yfir spilamennsku sinna manna í kvöld Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. „Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
„Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15