Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 12:30 Matvælastofnun er nú með til skoðunar tilkynningu um að ekki hafi náðst í neyðarnúmer dýralækna síðustu helgi. Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð. Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð.
Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira