Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 09:40 Forsvarsmenn ÁTVR vilja kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Vísir/Kolbeinn Tumi Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún einnig að í grunninn væri ástæða þess að ÁTVR hefði auglýst eftir nýju húsnæði í miðborginni að aðgengi fyrir starfsmenn stofnunarinnar að versluninni í Austurstræti væri erfitt. Það væri erfitt að koma vörum þarna að og búðin væri frekar óhagstæð og á tveimur hæðum. Forsvarsmenn ÁTVR hafi viljað kanna hvaða möguleika þeir hefðu á þessu svæði. Sigrún sagði fjölmiðla hafa oftúlkað orð hennar hún hafi aldrei sagt að búið væri að ákveða að opna Vínbúð í Fiskislóð. „Það sem ég skrifaði er að næsta stig er að ræða við þessa eigendur húsnæðis á Fiskislóð og sjá hvort við komust að einhverju samkomulagi. Ef að það verður, þá þurfum við að ákveða hvort við opnum nýja vínbúð og hugsanlega lokum Vínbúðinni í Austurstræti en þetta hefur ekkert verið endanlega ákveðið,“ sagði Sigrún. Fram kom í síðasta mánuði að forsvarsmenn ÁTVR væru að skoða kosti sína í miðborginni. Í frétt Fréttablaðsins í gær sagði að búið væri að ákveða staðsetningu nýrrar Vínbúðar sem koma ætti í stað þeirrar sem er í Austurstræti og það væri húsnæði að Fiskislóð. Í kjölfarið sagði Vísir frá því að hugmyndin um að opna Vínbúð að Fiskislóð hefði vakið hörð viðbrögð. Margir lýstu yfir áhyggjum af því að fyrir íbúa í miðborginni yrði langt að leita í næstu Vínbúð ef þeirri í Austurstræti væri lokað. Sigrún sagði þau hjá ÁTVR vita að staðan væri erfið og mögulega þyrfti að hugsa svæðið upp á nýtt. Nauðsynlegt hefði verið að loka versluninni í Borgartúni og ekkert húsnæði hafi fengist í staðinn. „Þannig að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er stórt svæði sem er ekki dekkað,“ sagði hún. Þess vegna væri ekki búið að taka ákvörðun um að loka í Austurstræti en það væri erfitt að reka Vínbúð þar. Hún vildi ekki segja hvort versluninni yrði lokað eða ekki. Það væri of snemmt. Vínbúðin ætti allavega eftir að vera í Austurstræti í marga mánuði.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25 Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. 18. nóvember 2021 21:00
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. 17. nóvember 2021 23:25
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27. október 2021 07:46