Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 07:58 Hvað varðar spádóma japanskra vísindamanna um að Delta-afbrigðið væri að því komið að útrýma sjálfu sér með stökkbreytingum sagði Kári þá jarðsyngja veiruna sprelllifandi. „Hún er þarna ennþá, kát og glöð, og þeytist manna á milli og veldur búsifjum,“ sagði hann. Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. Þetta ítrekaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær, þar sem rætt var um afbrigðið B.1.1.529. Afbrigðið er með fjölda stökkbreytinga í svokölluðu bindiprótíni og uggur vegna þess hefur orðið til þess að Bretar hafa bannað flug frá nokkrum Afríkuríkjum. 77 tilvik hafa verið staðfest í Suður-Afríku, fjögur í Botswana og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðalang sem var að koma frá Suður-Afríku. „Ég hef ekki séð gögn sem hægt er að rýna í sem benda til slíks,“ sagði Kári um þann möguleika að nýja afbrigðið væri smitnæmara en önnur. „Ætli það sé ekki enn einu sinni að menn séu kannski svolítið á undan sjálfum sér í að draga ályktun. Ég veit ekki hvernig við förum að því að bera saman útbreiðslu á veirunni í Botswana og til dæmis í Evrópu. „Það sem ræður útbreiðslu þessarar veiru er ekki bara hversu smitandi hún er heldur ræðst hún líka af hegðun manna. Þannig að vissu leyti er Covid-19 sjúkdómurinn hegðunarsjúkdómur; það er að segja líkurnar á því að menn smitist ráðast töluvert mikið af hegðun þeirra. Þannig að ég held að við eigum bara að draga djúpt andann og bíða svolítið. Ég held að það sé ekkert enn sem gerir það að verkum að við þurfum að rjúka upp til handa og fóta vegna enn smitnæmara afbrigðis í Botswana,“ sagði Kári. Bólusetning barna muni hafa meiriháttar áhrif Spurður um stöðu kórónuveirufaraldursins hérlendis og horfurnar fyrir jól segist Kári vonast til þess að þriðji skammturinn af bóluefnunum muni hafa mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. „Mér skilst að býsna stór hundraðshluti af smitum sé hjá krökkum, sem hafa ekki verið bólusettir. Mér sýnist á tölum sem berast frá sjúkrastofnunum að alltof stór hundraðshluti þeirra sem er að lasnast núna sé óbólusettur. Þannig að ég vona að bólusetningarnar sem slíkar komi til með að hafa meiriháttar áhrif,“ svaraði Kári. „Ég vona að við komumst í gegnum þessi jól glöð og kát og án of mikilla áhrifa frá pestinni.“ Fregnir bárust af því í gær að Lyfjastofnunn Evrópu hefði heimilað bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefninu frá Pfizer. Kári segist telja að það muni hafa meiriháttar áhrif, þar sem veiran sé að smokra sér manna á milli í gegnum börnin. Þá segir hann líklegt að börnin verði bólusett þrisvar, líkt og fullorðnir, en þess ber að geta að þau fá minni skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Þetta ítrekaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Reykjavík síðdegis í gær, þar sem rætt var um afbrigðið B.1.1.529. Afbrigðið er með fjölda stökkbreytinga í svokölluðu bindiprótíni og uggur vegna þess hefur orðið til þess að Bretar hafa bannað flug frá nokkrum Afríkuríkjum. 77 tilvik hafa verið staðfest í Suður-Afríku, fjögur í Botswana og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðalang sem var að koma frá Suður-Afríku. „Ég hef ekki séð gögn sem hægt er að rýna í sem benda til slíks,“ sagði Kári um þann möguleika að nýja afbrigðið væri smitnæmara en önnur. „Ætli það sé ekki enn einu sinni að menn séu kannski svolítið á undan sjálfum sér í að draga ályktun. Ég veit ekki hvernig við förum að því að bera saman útbreiðslu á veirunni í Botswana og til dæmis í Evrópu. „Það sem ræður útbreiðslu þessarar veiru er ekki bara hversu smitandi hún er heldur ræðst hún líka af hegðun manna. Þannig að vissu leyti er Covid-19 sjúkdómurinn hegðunarsjúkdómur; það er að segja líkurnar á því að menn smitist ráðast töluvert mikið af hegðun þeirra. Þannig að ég held að við eigum bara að draga djúpt andann og bíða svolítið. Ég held að það sé ekkert enn sem gerir það að verkum að við þurfum að rjúka upp til handa og fóta vegna enn smitnæmara afbrigðis í Botswana,“ sagði Kári. Bólusetning barna muni hafa meiriháttar áhrif Spurður um stöðu kórónuveirufaraldursins hérlendis og horfurnar fyrir jól segist Kári vonast til þess að þriðji skammturinn af bóluefnunum muni hafa mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. „Mér skilst að býsna stór hundraðshluti af smitum sé hjá krökkum, sem hafa ekki verið bólusettir. Mér sýnist á tölum sem berast frá sjúkrastofnunum að alltof stór hundraðshluti þeirra sem er að lasnast núna sé óbólusettur. Þannig að ég vona að bólusetningarnar sem slíkar komi til með að hafa meiriháttar áhrif,“ svaraði Kári. „Ég vona að við komumst í gegnum þessi jól glöð og kát og án of mikilla áhrifa frá pestinni.“ Fregnir bárust af því í gær að Lyfjastofnunn Evrópu hefði heimilað bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefninu frá Pfizer. Kári segist telja að það muni hafa meiriháttar áhrif, þar sem veiran sé að smokra sér manna á milli í gegnum börnin. Þá segir hann líklegt að börnin verði bólusett þrisvar, líkt og fullorðnir, en þess ber að geta að þau fá minni skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59