Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 16:38 Nýlegar grafir farand- og flóttafólks í Calais í Frakklandi. AP/Rafael Yaghobzadeh Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn. Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum. Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum.
Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25
Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47