„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix fór í gegn um daglegt endurhæfingarferli sitt í myndbandinu. Vísir Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. „Í upphafi ætluðum við alltaf að fara aftur til Íslands en við erum bara svo ánægð hérna. Þessi fallega borg er mitt heimili,“ segir Guðmundur Felix í samtali við franska miðilinn France3, sem fékk að fylgjast með degi í endurhæfingu Guðmundar. Hægt er að horfa á stutt myndskeið sem sýnir daglega endurhæfingu Guðmundar í myndbandi neðst í frétt France3. Guðmundur undirgekkst aðgerð þar sem á hann voru græddir handleggir í byrjun þessa árs og hefur verið duglegur að birta færslur á Facebook þar sem hann sýnir ferlið og árangur sinn í endurhæfingunni. Að hans sögn fer honum fram með hverjum deginum sem líður. „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér. Hárin á handleggjunum er núna orðið eins og öll hin líkamshárin mín,“ segir hann. Í myndbandinu má sjá hvernig hann er farinn að fá meiri tilfinningu í höndina og fingurna þó enn sé nokkur vinna eftir til að virkja almennilega taugaendana þar. Hann lyftir þar vínglasi að vörum sér og nær að beita skeið. Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Guðmundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson hreyfði í dag upphandleggsvöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Taugaendar í handleggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu. 29. maí 2021 22:12 Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
„Í upphafi ætluðum við alltaf að fara aftur til Íslands en við erum bara svo ánægð hérna. Þessi fallega borg er mitt heimili,“ segir Guðmundur Felix í samtali við franska miðilinn France3, sem fékk að fylgjast með degi í endurhæfingu Guðmundar. Hægt er að horfa á stutt myndskeið sem sýnir daglega endurhæfingu Guðmundar í myndbandi neðst í frétt France3. Guðmundur undirgekkst aðgerð þar sem á hann voru græddir handleggir í byrjun þessa árs og hefur verið duglegur að birta færslur á Facebook þar sem hann sýnir ferlið og árangur sinn í endurhæfingunni. Að hans sögn fer honum fram með hverjum deginum sem líður. „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér. Hárin á handleggjunum er núna orðið eins og öll hin líkamshárin mín,“ segir hann. Í myndbandinu má sjá hvernig hann er farinn að fá meiri tilfinningu í höndina og fingurna þó enn sé nokkur vinna eftir til að virkja almennilega taugaendana þar. Hann lyftir þar vínglasi að vörum sér og nær að beita skeið.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Frakkland Tengdar fréttir Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Guðmundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson hreyfði í dag upphandleggsvöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Taugaendar í handleggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu. 29. maí 2021 22:12 Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48
Guðmundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti Guðmundur Felix Grétarsson hreyfði í dag upphandleggsvöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Taugaendar í handleggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu. 29. maí 2021 22:12
Guðmundur Felix léttur í lauginni Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn. 13. júní 2021 11:08