Dagur sólar, sómi lands. Þröstur Friðfinnsson skrifar 18. nóvember 2021 07:31 Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram. Því er haldið fram að smæð og fjöldi sveitarfélaga hafi veikt þjónustu og stjórnsýslu gagnvart íbúum í dreifðum byggðum landsins, það sé síðan ástæða fyrir flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins. Einnig að færri og sterkari sveitarfélög séu forsenda öflugrar þjónustu fyrir heimafólk og forsenda stefnu um sterkari byggðir. Í hinu orðinu er sagt að rekstur minni sveitarfélaga byggist á niðurgreiðslu skattgreiðenda, framlögum jöfnunarsjóðs sem séu að verða þjóðfélaginu of kostnaðaðarsöm, því þurfi að hagræða mikið í rekstri sveitarfélaga. Rekstur minni sveitarfélaga snýst, eins og hinna stærri, um þjónustu við íbúana. Framlög jöfnunarsjóðs eru ætluð til að tryggja sem jafnast aðgengi íbúa að þjónustu um land allt. Mikil stækkun sveitarfélaga í hagræðingarskyni myndi leiða beint til mikillar skerðingar þjónustu við íbúa hinna dreifðari byggða, öfugt við það sem borgarstjóri heldur fram. Þær sameiningar sem borgarstjóri kallar eftir, myndu leiða af sér lokanir skóla, leikskóla og almennt lakari þjónustu. Skerðing þjónustu í hinum dreifðu byggðum er í raun grunnforsenda þess að ná megi einhverri umtalsverðri hagræðingu við sameiningar sveitarfélaga. Það leiðir hins vegar beint til minnkandi atvinnu og lakari búsetuskilyrða. Sem leiðir síðan aftur til veikingar hins sameinaða sveitarfélags þegar fram í sækir og þá enn frekari flótta á höfuðborgarsvæðið. Þetta er ástæðan fyrir því að íbúar kjósa oft gegn sameiningu við stærri nágranna, vissan um að ekki muni takast að halda viðunandi þjónustustigi eftir sameiningu. Almennt fá íbúar minni sveitarfélaga nefnilega ágæta þjónustu ekki síður en hinna stærri. Það kynni t.d. að vera ýmsum fróðlegt að bera saman leikskólaþjónustu milli minni og stærri sveitarfélaga. Að ætla að spara mikla fjármuni í rekstri með sameiningum yfir stór landsvæði og á sama tíma bæta og auka þjónustu við íbúa í hinum dreifðari byggðum er einfaldlega ekki hægt. Það sjá allir sem þekkja eitthvað til reksturs sveitarfélaga. Meðfram er því lætt inn að stjórnsýsla minni sveitarfélaga sé veik og þurfi að styrkjast. Auðvitað er hún minni og einfaldari í sniðum en hinna stærri. Á móti kemur að hún er ódýr og yfirsýn yfir rekstur er öll önnur og betri. Enda rekstur minni sveitarfélaga almennt ráðdeildarsamari og fjárhagsstaða raunar hlutfallslega betri en hinna stærri, öfugt við það sem haldið er fram í fréttinni. Ef íbúar myndu telja þjónustu og stjórnsýslu óviðunandi og að hún myndi aukast og batna við sameiningu, þá myndu þeir örugglega krefjast sameiningar. Í fréttinni er því einnig haldið fram að Samband íslenskra sveitarfélaga viðhaldi kerfi smárra sveitarfélaga með gjaldfrjálsri sérfræðiþjónustu. Sú skoðun að sambandið hverfist um þjónustu og þjónkun við minni sveitarfélög trúi ég nú að komi ýmsum þar á bæ nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sambandið er fjármagnað að stærstum hluta af skattekjum í gegnum Jöfnunarsjóð og sveitarfélög njóta þjónustu þess óháð stærð. Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði um t.d. byggðasamlög sem kveður á um að sveitarfélög beri ábyrgð í hlutfalli við fjölda íbúa. Það er þannig nokkuð almenn grunnregla að deila kostnaði í takt við íbúafjölda og íbúar smærri sveitarfélaga greiða sannarlega til sambandsins ekki síður en aðrir, bæði beint og óbeint. Þrátt fyrir þessa grunnreglu um kostnað í hlutfalli við íbúa, er það svo að í sumum tilvikum er kostnaðarskipting að hluta eftir öðrum leiðum. Jafnvel jafnt skipt, óháð stærð. Nefna má verkefni sem sambandið vinnur nú að um stafræna þróun sveitarfélaga. Þar leggja sveitarfélög bein framlög til verkefnisins, en raunar ærðið misjöfn ef miðað er við íbúafjölda. Skv. áætlun næsta árs mun hver íbúi í Kópavogi leggja kr. 606 til þessa verkefnis en hver íbúi Grýtubakkahrepps kr. 1.139, eða nánast tvöfalt. Raunar greiða íbúar enn smærri sveitarfélaga mikið meira en það. Er heiðarlegt að kalla þetta gjaldfrjálsa sérfræðiþjónustu við minni sveitarfélög? Ísland er stórt og strjálbýlt land sem aldrei verður sérlega hagkvæmt í rekstri í samhengi við umheiminn. Það býður hins vegar upp á marga góða kosti til búsetu og lífsgæði sem eftirsóknarverð teljast. Fjölbreytni er verðmæt, fjölbreytni í búsetukostum, atvinnu og menntun. En allt kostar þetta nokkuð og auðveldlega má reikna út að hagkvæmt væri að flytja þessar fáu hræður sem landið byggja til einnar borgar erlendis. Raunar mætti koma okkur fyrir í einu minniháttar úthverfi. Hér mætti þá nýta auðlindir til lands og sjávar með jafnvel enn arðsamari hætti en við gerum í dag og selja rafmagn um sæstreng í stað þess að nota til innlendrar framleiðslu. Mér hugnast ekki sérlega vel slík framtíðarsýn. Stærðarhroki fer íslendingum því ekki vel, Reykjavík er engin stórborg en hún er borgin okkar. Okkur sem byggjum þetta fallega land er mikil nauðsyn á samstöðu og skilningi okkar í milli, þannig farnast okkur best sem þjóð. Ríkið hefur síðustu öldina eða svo, byggt upp sínar stofnanir og þjónustu með grunnaðsetur í Reykjavík. Meira að segja Rarik sem hefur engan rekstur á höfuðborgarsvæðinu, er með stórar höfuðstöðvar þar. Seinni árin hefur heilbrigðisþjonusta einnig færst meira og meira til Reykjavíkur, um skynsemi þess og árangur má þó deila. Öll þessi uppbygging sogar til sín fólk og skapar tækifæri fyrir allra handa þjónustu og rekstur í borginni. Íbúaþróun hefur þannig verið stýrt af stjórnvöldum í verki, þrátt fyrir byggðastefnu í orði. Þessa sérstöðu ætti borgin að þakka fyrir og kunna að meta og virða. Það er svo efni í aðra umræðu að tala um auðlindir, verðmætasköpun og hvar raunveruleg uppspretta velmegunar þjóðarinnar er. Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur hlutverk og skyldur sem slík. Íbúar út um landið eru stoltir af sinni höfuðborg og vilja að henni vegni vel. Að hún sé kraftmikil og glæsileg borg sem sé landinu til sóma. Einnig vilja þeir geta verið stoltir af öflugum og víðsýnum borgarstjóra sem ber sinn borgarstjóratitil með sóma. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Grýtubakkahreppur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram. Því er haldið fram að smæð og fjöldi sveitarfélaga hafi veikt þjónustu og stjórnsýslu gagnvart íbúum í dreifðum byggðum landsins, það sé síðan ástæða fyrir flutningi fólks til höfuðborgarsvæðisins. Einnig að færri og sterkari sveitarfélög séu forsenda öflugrar þjónustu fyrir heimafólk og forsenda stefnu um sterkari byggðir. Í hinu orðinu er sagt að rekstur minni sveitarfélaga byggist á niðurgreiðslu skattgreiðenda, framlögum jöfnunarsjóðs sem séu að verða þjóðfélaginu of kostnaðaðarsöm, því þurfi að hagræða mikið í rekstri sveitarfélaga. Rekstur minni sveitarfélaga snýst, eins og hinna stærri, um þjónustu við íbúana. Framlög jöfnunarsjóðs eru ætluð til að tryggja sem jafnast aðgengi íbúa að þjónustu um land allt. Mikil stækkun sveitarfélaga í hagræðingarskyni myndi leiða beint til mikillar skerðingar þjónustu við íbúa hinna dreifðari byggða, öfugt við það sem borgarstjóri heldur fram. Þær sameiningar sem borgarstjóri kallar eftir, myndu leiða af sér lokanir skóla, leikskóla og almennt lakari þjónustu. Skerðing þjónustu í hinum dreifðu byggðum er í raun grunnforsenda þess að ná megi einhverri umtalsverðri hagræðingu við sameiningar sveitarfélaga. Það leiðir hins vegar beint til minnkandi atvinnu og lakari búsetuskilyrða. Sem leiðir síðan aftur til veikingar hins sameinaða sveitarfélags þegar fram í sækir og þá enn frekari flótta á höfuðborgarsvæðið. Þetta er ástæðan fyrir því að íbúar kjósa oft gegn sameiningu við stærri nágranna, vissan um að ekki muni takast að halda viðunandi þjónustustigi eftir sameiningu. Almennt fá íbúar minni sveitarfélaga nefnilega ágæta þjónustu ekki síður en hinna stærri. Það kynni t.d. að vera ýmsum fróðlegt að bera saman leikskólaþjónustu milli minni og stærri sveitarfélaga. Að ætla að spara mikla fjármuni í rekstri með sameiningum yfir stór landsvæði og á sama tíma bæta og auka þjónustu við íbúa í hinum dreifðari byggðum er einfaldlega ekki hægt. Það sjá allir sem þekkja eitthvað til reksturs sveitarfélaga. Meðfram er því lætt inn að stjórnsýsla minni sveitarfélaga sé veik og þurfi að styrkjast. Auðvitað er hún minni og einfaldari í sniðum en hinna stærri. Á móti kemur að hún er ódýr og yfirsýn yfir rekstur er öll önnur og betri. Enda rekstur minni sveitarfélaga almennt ráðdeildarsamari og fjárhagsstaða raunar hlutfallslega betri en hinna stærri, öfugt við það sem haldið er fram í fréttinni. Ef íbúar myndu telja þjónustu og stjórnsýslu óviðunandi og að hún myndi aukast og batna við sameiningu, þá myndu þeir örugglega krefjast sameiningar. Í fréttinni er því einnig haldið fram að Samband íslenskra sveitarfélaga viðhaldi kerfi smárra sveitarfélaga með gjaldfrjálsri sérfræðiþjónustu. Sú skoðun að sambandið hverfist um þjónustu og þjónkun við minni sveitarfélög trúi ég nú að komi ýmsum þar á bæ nokkuð spánskt fyrir sjónir. Sambandið er fjármagnað að stærstum hluta af skattekjum í gegnum Jöfnunarsjóð og sveitarfélög njóta þjónustu þess óháð stærð. Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði um t.d. byggðasamlög sem kveður á um að sveitarfélög beri ábyrgð í hlutfalli við fjölda íbúa. Það er þannig nokkuð almenn grunnregla að deila kostnaði í takt við íbúafjölda og íbúar smærri sveitarfélaga greiða sannarlega til sambandsins ekki síður en aðrir, bæði beint og óbeint. Þrátt fyrir þessa grunnreglu um kostnað í hlutfalli við íbúa, er það svo að í sumum tilvikum er kostnaðarskipting að hluta eftir öðrum leiðum. Jafnvel jafnt skipt, óháð stærð. Nefna má verkefni sem sambandið vinnur nú að um stafræna þróun sveitarfélaga. Þar leggja sveitarfélög bein framlög til verkefnisins, en raunar ærðið misjöfn ef miðað er við íbúafjölda. Skv. áætlun næsta árs mun hver íbúi í Kópavogi leggja kr. 606 til þessa verkefnis en hver íbúi Grýtubakkahrepps kr. 1.139, eða nánast tvöfalt. Raunar greiða íbúar enn smærri sveitarfélaga mikið meira en það. Er heiðarlegt að kalla þetta gjaldfrjálsa sérfræðiþjónustu við minni sveitarfélög? Ísland er stórt og strjálbýlt land sem aldrei verður sérlega hagkvæmt í rekstri í samhengi við umheiminn. Það býður hins vegar upp á marga góða kosti til búsetu og lífsgæði sem eftirsóknarverð teljast. Fjölbreytni er verðmæt, fjölbreytni í búsetukostum, atvinnu og menntun. En allt kostar þetta nokkuð og auðveldlega má reikna út að hagkvæmt væri að flytja þessar fáu hræður sem landið byggja til einnar borgar erlendis. Raunar mætti koma okkur fyrir í einu minniháttar úthverfi. Hér mætti þá nýta auðlindir til lands og sjávar með jafnvel enn arðsamari hætti en við gerum í dag og selja rafmagn um sæstreng í stað þess að nota til innlendrar framleiðslu. Mér hugnast ekki sérlega vel slík framtíðarsýn. Stærðarhroki fer íslendingum því ekki vel, Reykjavík er engin stórborg en hún er borgin okkar. Okkur sem byggjum þetta fallega land er mikil nauðsyn á samstöðu og skilningi okkar í milli, þannig farnast okkur best sem þjóð. Ríkið hefur síðustu öldina eða svo, byggt upp sínar stofnanir og þjónustu með grunnaðsetur í Reykjavík. Meira að segja Rarik sem hefur engan rekstur á höfuðborgarsvæðinu, er með stórar höfuðstöðvar þar. Seinni árin hefur heilbrigðisþjonusta einnig færst meira og meira til Reykjavíkur, um skynsemi þess og árangur má þó deila. Öll þessi uppbygging sogar til sín fólk og skapar tækifæri fyrir allra handa þjónustu og rekstur í borginni. Íbúaþróun hefur þannig verið stýrt af stjórnvöldum í verki, þrátt fyrir byggðastefnu í orði. Þessa sérstöðu ætti borgin að þakka fyrir og kunna að meta og virða. Það er svo efni í aðra umræðu að tala um auðlindir, verðmætasköpun og hvar raunveruleg uppspretta velmegunar þjóðarinnar er. Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur hlutverk og skyldur sem slík. Íbúar út um landið eru stoltir af sinni höfuðborg og vilja að henni vegni vel. Að hún sé kraftmikil og glæsileg borg sem sé landinu til sóma. Einnig vilja þeir geta verið stoltir af öflugum og víðsýnum borgarstjóra sem ber sinn borgarstjóratitil með sóma. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun