Velþóknun á iðrun og einlægni en ekki meðvirkni með geranda Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:25 Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, (t.h) líkaði við færslu Helga Jóhannessonar (t.v.) þar sem hann lýsti iðrun yfir hegðun sinni í garð kvenna. Vísir/samsett Forseti Hæstaréttar segist hafa líkað við Facebook-færslu Helga Jóhannesonar lögmanns þar sem hann hafi kunnað að meta iðrun og einlægni sem fólst í henni. Hann hafnar því að Hæstiréttur sé meðvirkur með gerendum kynferðislegrar áreitni. Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar. Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar.
Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent