Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 20:02 Inga Sæland er fulltrúi Flokks fólksins í undirbúningskjörbréfanefnd. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent