Til þín íslenska. Frá mér sem er að læra þig Alondra Silva Munoz skrifar 16. nóvember 2021 19:30 Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar