Til þín íslenska. Frá mér sem er að læra þig Alondra Silva Munoz skrifar 16. nóvember 2021 19:30 Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun