Snjallforrit virðist uppspretta símaats um stolið rafmagn Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Skjáskot úr snjallforritinu sem virðist sérhannað fyrir símaat. Skjáskot Svo virðist sem að símhringingar þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni frá nágrönnum megi rekja til snjallforrits sem býður notendum að kaupa upptökur af símaati. Orkuveita Reykjavíkur sá ástæðu til að senda frá sér tilkynningu vegna símtalanna í gær. Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð. Netglæpir Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Einhverjir hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna símtala sem þeir hafa fengið þar sem þeir eru sakaðir um að stela rafmagni. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér kom fram að um at virðist vera að ræða þar sem fólk sé hvorki beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað slíkt. Lýsingin á símtölunum virðist stemma við snjallforrit sem býður notendum upp á að kaupa upptökur sem síðan er hægt að senda á símanúmer. Móttakandinn fær þá símtal úr símanúmeri sem hann þekkir ekki og upptakan spilast. Á vefsíðu forritsins segir að notandinn fái síðan senda upptöku af viðbrögðum þess sem fær hana senda. Þegar hringt er í númerið sem birtist þeim sem lenda í símaatinu segir aðeins að símanúmerið hafi ekki verið rétt valið. Nokkrar upptökur á íslensku virðast vera í boði á íslensku, þar á meðal ein um „rafmagnsleysi“. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu frá rafmagnsveitunni og segjumst ætla að loka á rafmagnið af því að han sé búinn að tengja sig viinn á rafmagnið hjá nágrannanum. TIl að sleppa við þetta, verður vinur þinn eða vinkona að borga!“ segir í lýsingu á upptökunni sem er sögð fyrir alla aldurshópa. Aðrar upptökur virðast svæsnir. Þannig er ein ætluð fyrir karlkyns vini sendandans þar sem móttakandinn er krafinn svara á hvers vegna hann sé að hringja í kærustu þess sem hringir. „Við hringjum í vin þinn eða vinkonu og spyrjum af hverju það eru að berast svona hrikalega hávær kynlífshljóð frá íbúðinni þeirra. Það er eins og að Tarzan búi þarna!“ segir í lýsingu á upptökunni „Læti frá íbúðinni“. Skjáskot sem sýnir upptökur á íslensku í snjallforritinu.Skjáskot Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við svikasímtölum þar sem logið er upp á fólk sökum um að það hafi lent í óhappi. Í færslu á Facebook-síðu embættisins kom fram að það hefði fengið tilkynningar um slík símtöl og að grunur leiki á að smáforrit sé notað í hrekk. Það virðist stemma við lýsingu á upptöku í snjallforritinu þar sem móttakandinn er krafinn um greiðslu fyrir að hafa ekið á bíl. Fréttin hefur verið uppfærð.
Netglæpir Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira