Árangur á COP26 Dr. Bryony Mathew skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bryony Mathew Tengdar fréttir Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow er lokið getum við metið þann árangur sem náðist á stærstu alþjóðlegu ráðstefnu sem Bretland hefur haldið. Loftslagssáttmáli Glasgow (The Glasgow Climate Pact) mun hraða loftslagsaðgerðum og öll lönd samþykktu að endurskoða og styrkja núverandi losunarmarkmið sín til 2030. Parísarreglubókin, leiðbeiningar um hvernig Parísarsamkomulagið er framkvæmt, var kláruð eftir sex ára umræður. Reglubókin leggur m.a. áherslu á gagnsæi. Í fyrsta sinn samþykkti COP aðgerðir til að draga úr jarðefnaeldsneyti í áföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem jarðefnaeldsneyti er nefnt með þessum hætti. Ákvarðanir gengu lengra en nokkru sinni áður í því að viðurkenna og takast á við tap og skaða vegna núverandi áhrifa loftslagsbreytinga. Það mætti þannig segja að COP26 hafi lagt línurnar. Nú verða þjóðir að bregðast við. Þessi niðurstaða kemur meðal annars í kjölfar tveggja ára vinnu diplómata víða um heim og herferðar sem breska formennskan hefur staðið fyrir til að auka metnað og tryggja aðgerðir frá næstum 200 löndum í heiminum. Þá gaf leiðtogafundurinn og þemadagar skipulagðir af formennskunni af sér röð yfirlýsinga og áheita frá löndum til þess að bregðast við vandanum: Að minnsta kosti 90% af hagkerfi heimsins hefur nú lofað kolefnishlutleysi, þessi tala var aðeins 30% þegar Bretland tók við formennsku COP árið 2019. Samhliða þessu höfum við séð loforð frá 130 löndum um að binda enda á eyðingu skóga fyrir árið 2030. Þessi lönd telja saman 90% af skógum heimsins. Við sáum breytingu í stefnu landa um kolanotkun. Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til að hætta notkun kola til orkuframleiðslu og binda enda á alþjóðlega fjármögnun kola. Nokkrir af stærstu bílaframleiðendum vinna svo saman að því að gera alla sölu nýrra bíla kolefnislausa árið 2040 og fyrir 2035 á leiðandi mörkuðum. Lönd og borgir taka einnig þátt með metnaðarfullum dagsetningum um að hætta að nota bensín- og díselbíla. Þar á meðal eru Ísland, Reykjavíkurborg og Akureyri. Okkur þykir hinsvegar leitt að $100 milljarða markmiðinu til þess að styðja við loftlagsaðgerðir verði náð seinna en búist var við. Það er mikilvægt að minnast á þann árangur sem náðist þó, þar sem sum lönd komu fram og tvöfölduðu eða jafnvel fjórfölduðu skuldbindingar sínar. COP26 hélt markmiðinu um 1,5C á lífi og kláraði Parísarsamkomulagið. Með þennan tímamótasamning sem samþykktur var á COP26 í veganesti verðum við nú að halda áfram að vinna saman á þessum afgerandi áratugi. Við verðum að standa við þær væntingar sem settar eru fram í Loftslagssáttmála Glasgow og gera betur. Það er enn gríðarlega margt og mikið sem þarf að vinna að. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun