Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 06:42 Biden og Xi áttu langan fund í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi. epa/Sarah Silbiger Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás. Bandaríkin Kína Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás.
Bandaríkin Kína Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira