Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi af öllum toga gagnvart sinni nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2021 17:51 Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur en stór hluti brotanna ef ekki öll áttu sér stað í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi yfir fimm ára tímabili gegn þáverandi unnustu sinni og eiginkonu. Um er að ræða ítrekuð kynferðisbrot, fjölda líkamsárása og stórfelldar ærumeiðingar sömuleiðis. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Brotin sem karlmaðurinn er ákærður fyrir eru í mörgum tilfellum afar gróf og ástæða til að vara lesendur við lýsingum sem fylgja. Kastaði upp blóði Brotin áttu sér stað á árunum 2014 til 2019 eftir því sem fram kemur í ákæru. Á því tímabili gifti fólkið sig líka og var maðurinn því í sumum tilfellum unnusti konunnar en í hinum eiginmaður hennar. Í september 2014 á maðurinn að hafa á heimili móður sinnar notað hníf til að opna læsingu á baðherbergi, dregið konuna svo út á hárinu og ýtt henni út af heimilinu. Í febrúar 2015 beitti hann skápahurð til að ráðast á konuna sem hlaut ýmsa maráverka, rispur og tognun. Í mars 2015 er honum gefið að sök að hafa kýlt konuna með krepptum hnefa í magann svo hún féll í gólfið, missti andann og kastaði upp blóði. Í kjölfarið hafi hann dregið hana eftir gólfinu á hárinu. Sama vor eða sumar á hann að hafa slegið konuna með flötum lófa í andlit þannig að hún féll á bakaraofn og hlaut mar í andliti. Hreinsilögur og hráka Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2015 er manninum gefið að sök að hafa slegið konuna í andlitið, sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu og látið munnvatn leka yfir hana. Í október sama ár er hann sagður hafa slegið hana í andlit og líkama eftir að hún var úti að skemmta sér með samstarfsfólki. Að morgni sunnudags í apríl 2016 veittist maðurinn, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru, að konunni með þeim afleiðingum að þau enduðu í gólfinu. Þar hafi hann tekið fyrir munn hennar og háls og þrengt að svo hún náði ekki andanum. Milli jóla og nýárs sama ár hafi hann svo kýlt hana í magann utandyra við Hverfisgötu í Reykjavík. Á árinu 2017 hélt ofbeldið áfram og á hann að hafa þrýst með þvílíku afli á kjálka hennar að hún fór úr kjálkalið. Var ástæðan sú að hún neitaði að afhenda honum síma sinn. Í júní 2018 á maðurinn svo að hafa skvett rauðvíni á konuna og hún svarað í sömu mynt. Þá hafi hann sprautað hreinsilög í andlit hennar og augu, tekið í hana og dregið eftir gólfi húsnæðisins. Afleiðingarnar voru þær að hún fékk sviða í augu og brunasár á handleggi. Framangreind brot teljast til stórfelldra líkamsárása. Karlmaðurinn var ekki aðeins afar ofbeldisfullur heldur braut einnig kynferðislega gegn konu sinni miðað við það sem fram kemur í ákæru. Bæði stafrænt kynferðisofbeldi og gróft kynferðisofbeldi af öðrum toga. Ljótir tölvupóstar Ofbeldið var einnig í formi ærumeiðinga samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni. Í desember 2017 sendi hann tölvupóst konunnar með skilaboðunum: „Nú skaltu svara áður en ef sendi á B. Einnig: Og ertu enn og aftur búin að bokkera allt. Jæja A mín. Takk fyrir ekkert. Skilaðu skartinu til Aurum. Þú ert krípi ógeð. Og: Myndina mína stóru, hringana 2, Aurum skartið ferðu með niðureftir. Aldrei meiri lygar frá þér. Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna. Mun byrja á konu C, með systur þína að hann sé enn að senda henni.“ Í febrúar 2018 barst annar tölvupóstur: „Ert að gagna fram að mér…. Er að senda pósta á alla tessa tippalinga thina.“ Tveimur dögum síðar var enn sendur tölvupóstur: „Hver er tetta. Er hann að vinna fyrir ofan þig eins og thu fataseradir Med? Svaraðu heiðarlaga aldur en ég sendi honum. D er búinn að fa póst.“ Í viðhengi með tölvupóstinum fylgdi ljósmynd af síma þar sem sjá mátti ljósmynd af viðkomandi sem hann hótaði að senda skilaboð. Sendi skilaboð á vinnuveitanda konunnar Þrír tölvupóstar bárust í september 2019, sama dag. Í þeim fyrsta hafði karlmaðurinn í hótunum um að henda konunni og vinum hennar upp á netið. Þá virðist hann hafa hótað að skálda ósannar sögur um aðila nákominn konunni. „Finn ekki gaman að þú sért að byðja mig um að útvega þér fíkniefni til að tolla í vinnunni hjá G mínum. Ég mælti með þér þarna. Annað hvort hættir þú sjálfviljug og lætur mig vita eða ég er nauðbeygður að láta Hann vita. Og sama dag: G fær allann dóp pakkann þinn svo í kvöld viðurstyggðin þín.“ Haustið 2018 sendi hann svo vinnuveitanda konunnar tölvupóst og gerði lítið úr konunni, sagði frá vímuefnavanda hennar og þannig hafi hann móðgað konuna og smánað. Ljósmynd af dagbókarfærslu Áfram héldu sendingar í nóvember 2018. Þá barst tölvupóstur: „Hæ og vonandi að allt gangi vel.i fyrradag birti þetta viðrini komment á facebook síðu minni og kallaði mig krippling)) Þú færð mynd af honum í viðhengi)) Hann er er tengdur H sjúklingi.. Ef svona kommment birtast aftur frá ykkar fólki sé ég mig tilneyddan til að birta á facebook undir næsta kommenti smá yfirlit yfir hvernig hegðun þín og gjörðir hafa verið. Okkur gengur vel í sinnhvorri fjarlægðinni, ég hef aldrei kært þig fyrir eitt né neitt ( þú veist ég hefði fullvel getað það) vil bara ró með I mínum. Og að þér gangi líka allt í haginn. Höldum þessu þannig. Kveðja. X.“ En í viðhengi með tölvupóstinum fylgdi skjáskot af facebooksíðu J. Þá á karlmaðurinn að hafa í kringum áramótin 2018-2019, án vitneskju og leyfis, birt ljósmynd af dagbókarfærslu konunnar opinberlega. frá þeim tíma er samband þeirra stóð. Birti hann færslurnar bæði á Facebook og Instagram. Að lokum skrifaði hann stöðufærslu á Facebook-síðu sína í febrúar 2019 en færslan er ekki birt í ákærunni. Með öllu þessu hafi karlmaðurinn móðgað og smánað konuna. Brundtunna og lygahóra Að lokum er karlmaðurinn ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 2015-2019 meðan á sambandi þeirra stóð og eftir að því lauk ítrekað uppnefnt eða kallað konuna hóru, druslu, ódýra, lygahóru, viðurstyggð, krípí, ógeð, net hóru, athygli hóru, lyga hóru, feita hóru, lauslátasta ógeð sem hann hafi eytt tíma með, framhjáhalds brunddollu, belju og brundtunnu. Þannig hafi hann móðgað og smánað konuna. Gerð er krafa um þrjár milljónir króna í miskabætur fyrir hönd konunnar. Fréttin hefur verið uppfærð og fjarlægðar grófar lýsingar á kynferðisofbeldi sem karlmaðurinn er ákærður fyrir gagnvart konunni. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Brotin sem karlmaðurinn er ákærður fyrir eru í mörgum tilfellum afar gróf og ástæða til að vara lesendur við lýsingum sem fylgja. Kastaði upp blóði Brotin áttu sér stað á árunum 2014 til 2019 eftir því sem fram kemur í ákæru. Á því tímabili gifti fólkið sig líka og var maðurinn því í sumum tilfellum unnusti konunnar en í hinum eiginmaður hennar. Í september 2014 á maðurinn að hafa á heimili móður sinnar notað hníf til að opna læsingu á baðherbergi, dregið konuna svo út á hárinu og ýtt henni út af heimilinu. Í febrúar 2015 beitti hann skápahurð til að ráðast á konuna sem hlaut ýmsa maráverka, rispur og tognun. Í mars 2015 er honum gefið að sök að hafa kýlt konuna með krepptum hnefa í magann svo hún féll í gólfið, missti andann og kastaði upp blóði. Í kjölfarið hafi hann dregið hana eftir gólfinu á hárinu. Sama vor eða sumar á hann að hafa slegið konuna með flötum lófa í andlit þannig að hún féll á bakaraofn og hlaut mar í andliti. Hreinsilögur og hráka Þjóðhátíðardaginn 17. júní 2015 er manninum gefið að sök að hafa slegið konuna í andlitið, sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu og látið munnvatn leka yfir hana. Í október sama ár er hann sagður hafa slegið hana í andlit og líkama eftir að hún var úti að skemmta sér með samstarfsfólki. Að morgni sunnudags í apríl 2016 veittist maðurinn, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru, að konunni með þeim afleiðingum að þau enduðu í gólfinu. Þar hafi hann tekið fyrir munn hennar og háls og þrengt að svo hún náði ekki andanum. Milli jóla og nýárs sama ár hafi hann svo kýlt hana í magann utandyra við Hverfisgötu í Reykjavík. Á árinu 2017 hélt ofbeldið áfram og á hann að hafa þrýst með þvílíku afli á kjálka hennar að hún fór úr kjálkalið. Var ástæðan sú að hún neitaði að afhenda honum síma sinn. Í júní 2018 á maðurinn svo að hafa skvett rauðvíni á konuna og hún svarað í sömu mynt. Þá hafi hann sprautað hreinsilög í andlit hennar og augu, tekið í hana og dregið eftir gólfi húsnæðisins. Afleiðingarnar voru þær að hún fékk sviða í augu og brunasár á handleggi. Framangreind brot teljast til stórfelldra líkamsárása. Karlmaðurinn var ekki aðeins afar ofbeldisfullur heldur braut einnig kynferðislega gegn konu sinni miðað við það sem fram kemur í ákæru. Bæði stafrænt kynferðisofbeldi og gróft kynferðisofbeldi af öðrum toga. Ljótir tölvupóstar Ofbeldið var einnig í formi ærumeiðinga samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni. Í desember 2017 sendi hann tölvupóst konunnar með skilaboðunum: „Nú skaltu svara áður en ef sendi á B. Einnig: Og ertu enn og aftur búin að bokkera allt. Jæja A mín. Takk fyrir ekkert. Skilaðu skartinu til Aurum. Þú ert krípi ógeð. Og: Myndina mína stóru, hringana 2, Aurum skartið ferðu með niðureftir. Aldrei meiri lygar frá þér. Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna. Mun byrja á konu C, með systur þína að hann sé enn að senda henni.“ Í febrúar 2018 barst annar tölvupóstur: „Ert að gagna fram að mér…. Er að senda pósta á alla tessa tippalinga thina.“ Tveimur dögum síðar var enn sendur tölvupóstur: „Hver er tetta. Er hann að vinna fyrir ofan þig eins og thu fataseradir Med? Svaraðu heiðarlaga aldur en ég sendi honum. D er búinn að fa póst.“ Í viðhengi með tölvupóstinum fylgdi ljósmynd af síma þar sem sjá mátti ljósmynd af viðkomandi sem hann hótaði að senda skilaboð. Sendi skilaboð á vinnuveitanda konunnar Þrír tölvupóstar bárust í september 2019, sama dag. Í þeim fyrsta hafði karlmaðurinn í hótunum um að henda konunni og vinum hennar upp á netið. Þá virðist hann hafa hótað að skálda ósannar sögur um aðila nákominn konunni. „Finn ekki gaman að þú sért að byðja mig um að útvega þér fíkniefni til að tolla í vinnunni hjá G mínum. Ég mælti með þér þarna. Annað hvort hættir þú sjálfviljug og lætur mig vita eða ég er nauðbeygður að láta Hann vita. Og sama dag: G fær allann dóp pakkann þinn svo í kvöld viðurstyggðin þín.“ Haustið 2018 sendi hann svo vinnuveitanda konunnar tölvupóst og gerði lítið úr konunni, sagði frá vímuefnavanda hennar og þannig hafi hann móðgað konuna og smánað. Ljósmynd af dagbókarfærslu Áfram héldu sendingar í nóvember 2018. Þá barst tölvupóstur: „Hæ og vonandi að allt gangi vel.i fyrradag birti þetta viðrini komment á facebook síðu minni og kallaði mig krippling)) Þú færð mynd af honum í viðhengi)) Hann er er tengdur H sjúklingi.. Ef svona kommment birtast aftur frá ykkar fólki sé ég mig tilneyddan til að birta á facebook undir næsta kommenti smá yfirlit yfir hvernig hegðun þín og gjörðir hafa verið. Okkur gengur vel í sinnhvorri fjarlægðinni, ég hef aldrei kært þig fyrir eitt né neitt ( þú veist ég hefði fullvel getað það) vil bara ró með I mínum. Og að þér gangi líka allt í haginn. Höldum þessu þannig. Kveðja. X.“ En í viðhengi með tölvupóstinum fylgdi skjáskot af facebooksíðu J. Þá á karlmaðurinn að hafa í kringum áramótin 2018-2019, án vitneskju og leyfis, birt ljósmynd af dagbókarfærslu konunnar opinberlega. frá þeim tíma er samband þeirra stóð. Birti hann færslurnar bæði á Facebook og Instagram. Að lokum skrifaði hann stöðufærslu á Facebook-síðu sína í febrúar 2019 en færslan er ekki birt í ákærunni. Með öllu þessu hafi karlmaðurinn móðgað og smánað konuna. Brundtunna og lygahóra Að lokum er karlmaðurinn ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 2015-2019 meðan á sambandi þeirra stóð og eftir að því lauk ítrekað uppnefnt eða kallað konuna hóru, druslu, ódýra, lygahóru, viðurstyggð, krípí, ógeð, net hóru, athygli hóru, lyga hóru, feita hóru, lauslátasta ógeð sem hann hafi eytt tíma með, framhjáhalds brunddollu, belju og brundtunnu. Þannig hafi hann móðgað og smánað konuna. Gerð er krafa um þrjár milljónir króna í miskabætur fyrir hönd konunnar. Fréttin hefur verið uppfærð og fjarlægðar grófar lýsingar á kynferðisofbeldi sem karlmaðurinn er ákærður fyrir gagnvart konunni.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira