Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu Jóna Bjarnadóttir og Tinna Traustadóttir skrifa 16. nóvember 2021 10:30 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun