Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Vísir/Vilhelm Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Sjá meira