Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 12:26 HIngað til hafa stjórnvöld einblínt á eftirspurnina, segja sérfræðingarnir. Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá. Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá.
Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48