Gögnin liggja fyrir Pétur G. Markan skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Pétur G. Markan Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar