Gögnin liggja fyrir Pétur G. Markan skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Pétur G. Markan Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar