„Við breytum ekki fortíðinni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 06:00 Þór Sigurðsson gerði upp fortíðina í þættinum Ummerkjum. Stöð 2 „Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002. Þór gerði á einlægan hátt upp fortíð sína í Ummerkjum á Stöð 2 og lýsti því hvernig á þessum tæpum tveimur áratugum hann hefur reynt að bæta upp fyrir voðaverk sín, þrátt fyrir að vera meðvitaður um að ekkert geti afsakað gjörðir sínar. Eðlileg og góð barnæska Þór var íþróttastrákur í grunninn og stóð sig prýðilega í skóla. Hann átti marga vini og góða fjölskyldu. „Ég átti mjög eðlilega barnæsku, aldrei vöntun á neinu. Lifði lífinu eins og ósköp venjulegt barn. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, fer þar í Mýrarhúsaskóla og fer þaðan í Valhúsaskóla. Eftir það fór ég í eina önn á Laugarvatn, svo fer ég fljótlega að vinna eftir það. Hætti þar og fer svo fljótlega að vinna eftir það. Fór hálfa önn í Menntaskólann í Reykjavík, komst að því að ég hafði ekki áhuga á að vera þar. Spilaði íþróttir upp alla flokka, handbolta og fótbolta. Þannig að í grunninn er þetta bara ósköp venjuleg barnæska,“ segir hann. Þór fór síðan í skóla í Bandaríkjunum þar sem hann lagði stund á ljósmyndun. Þar reyktu flestir gras og þá hófst hans neysla. „Neyslusaga mín er tiltölulega stutt miðað við marga, hún fer mjög hratt upp og kemur mjög hratt niður,“ segir hann, en hann ákvað að fara í meðferð þegar hann kom aftur til Íslands. „Ég kem heim, fer í meðferð og fer á sjóinn. Það gengur ágætlega en síðan kem ég í land, átti helling af pening og þá eiginlega kom svona crash,“ segir hann. Þór kláraði meðferðina, en hélt neyslunni áfram í beinu framhaldi, og fór þá að sækjast í örvandi fíkniefni. Þór starfaði á bifreiðaverkstæði og sem sjómaður, þar sem hann fékk vel borgað. Peningarnir hins vegar kláruðust hratt í neyslunni. „Ég man ég var í einhverju partýi með einhverju fólki. Við byrjuðum kvöldið áður, vorum þarna á einhverju tjútti og svo var orðinn peningaskortur og þá vantaði meiri pening. Ég vissi hvar hann var að fá.“ Klippa: Ummerki: Við breytum ekki fortíðinni Innbrot sem reyndist örlagaríkt Peningana var að fá á verkstæðinu sem hann starfaði á. Hann þekkti leiðina inn og aðgangskóðann að öryggisskápnum, þannig að hann fór heim til sín og sótti verkfæri til þess að brjóta sér leið inn á verkstæðið. „Mig vantaði meiri pening fyrir meiri efnum og ég vissi að það væri alltaf smá peningur í skápnum og vissi hvernig ég ætti að fara inn, vissi talnaröðina. Þannig að þetta var tiltölulega einfalt – svona skyndiákvörðun.“ Innbrotið átti síðan eftir að reynast mjög afdrifaríkt, því á leið hans á hjólbarðaverkstæðið mætti Þór manni, Braga Óskarssyni, sem var á heimleið eftir næturvakt. „Ég get ekki farið yfir það í smáatriðum,“ segir hann, aðspurður um hvað gerist áður en hann fer í innbrotið. „Ég man ekki til þess og af hverju það gerist en ég verð þarna manni að bana. Og veiti honum sár sem verður til þess að honum verður bani af.“ Þór segist ekki muna eftir atburðunum, og viðurkennir að hann hafi verið í mikilli neyslu. Hann reynir hins vegar að segja frá öllu því sem hann man, og hann man eftir að hafa losað sig við vopnin. „Ég veit ekki hvort ég hafi blokkað það út eða hvort ég hafi verið í þannig ástandi að ég muni það ekki en ég gat aldrei gefið neina greinargóða lýsingu á því hvað átti sér stað,“ segir hann. Óheppni að lenda á mér Hefurðu einhverja hugmynd um hvers vegna þú veittist að þessum manni? „Nei. Því miður. Þetta var bara, óheppni, í rauninni. Fyrir hann. Að lenda á þessum stað, á þessum tíma, með mér. Því miður. Þetta var bara tilviljun ein sem olli þessu.“ Málið olli lögreglu hugarangri, enda var hinn látni þekktur sem heilsteyptur maður, 51 árs að aldri, starfaði sem strætisvagnabílstjóri en hafði þar áður starfað í mörg ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann var vel liðinn og átti ekki óvini. Það sem kom lögreglu hins vegar á sporið var skófar sem fannst á verkstæðinu – og sams konar skófar sem fannst á vettvangi við Víðimel, þar sem Bragi fannst látinn. Aðspurður segist Þór líklega hafa gert sér grein fyrir því hvað hann hafði gert, þó hann muni ekki eftir verknaðnum sjálfum. Hann játaði því hispurslaust þegar lögregla knúði dyra. „Fyrsta sem ég hugsaði var að einhverju leyti léttir, vonbrigði, að hafa brugðist. Að hafa brugðist mínum nánustu og öllum þeim sem komu nærri mér – og skömm, í rauninni,“ segir hann. Kvíðinn magnaðist upp og hnúturinn stækkaði „Þarna var þetta bara búið. Það var í rauninni kvíði sem var, sem kom strax upp. Ég vaknaði upp við það að það var bankað og þá kom strax upp kvíði og svo komu lögreglumenn þarna inn. Kvíðinn magnaðist upp og hnúturinn varð stærri og stærri og stærri. Það kom léttleiki þegar ég sagði já, ég gerði þetta. Þá losnaði um hnútinn en svo kom óvissan um hvað kæmi á eftir. Ég ákvað bara að taka afleiðingum þessa verknaðar,“ segir Þór. Þór játaði sök og áfrýjaði ekki þegar hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í héraðsdómi, líkt og langflestir gera. Hann segir að fangelsisvistin hafi verið erfið, sérstaklega einangrunin, en hann sat í einangrun í þrjá mánuði. „Ég átti samt ekkert slæman tíma í einangruninni, því ég las í fyrsta skiptið. Ég kláraði Halldór Laxness og allt eftir Alistair MacLean. Svo tekur við afplánunin eftir það.“ Eins gat hann lesið bréf frá vinum og vandamönnum, en hann það kom honum á óvart að fá slíkar bréfasendingar. „Það kom mér ótrúlega mikið á óvart hvað ég átti mikið af vinum sem studdu mig enn þá, þrátt fyrir það sem ég hafði gert. Eftir alla þessa afplánun þá er það í rauninni það sem kom mér í gegnum þetta.“ Hvers vegna heldurðu að fólk hafi stutt þig svona? „Ég veit það ekki. Ég held að fólk hafi bara þekkt mig eins og ég var. Ég er alinn upp við það að koma vel fram við aðra, eins og flestir eru. Þetta tímabil var mjög mikill útúrdúr úr mínu lífi og að því leyti held ég að það var það sem fólk horfði á. Ég var í rauninni ekki búinn að brenna neinar brýr að baki mér, það voru allir enn á þeim stað að þeir voru tilbúnir til að standa við bakið á mér.“ Þór ákvað strax að vera opinskár um fortíð sína. Hins vegar slær það hann aðeins út af laginu þegar hann er spurður út í fjölskyldu sína. „Mamma kom til mín og það var lítið sagt í örugglega góðan klukkutíma. Það var aðallega bara grátið,“ segir hann. „Mamma var aldrei reið við mig, aldrei út af þessu. Pabbi var þarna líka en þau voru ekki reið. Þau tóku mér bara opnum örmum.“ Hann segir að þau hafi aldrei óttast að hann myndi fremja glæp. „Aldrei. Neyslusaga mín er mjög stutt miðað við marga. Hún fer mjög hratt upp og kemur mjög hratt til baka aftur, þannig að þau voru ekki komin á þann stað enn þá,“ segir Þór og bætir við að hann hafi engar brýr brennt að baki sér þegar þetta gerðist. Þór leitaði ráða hjá fangapresti um hvort hann ætti að nálgast aðstandendur, sem ráðlagði honum gegn því. „Hann talaði við foreldra mína og mig, og foreldra hins látna. Ég bað honum fyrir kveðju og hann skilaði henni, en það eru í rauninni einu samskipti mín sem ég hef átt við þau.“ Mikilvægt að finna sátt Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur segir að meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig, hvort það sé ráðlegt að fangar reyni að nálgast aðstandendur. Það yrði hins vegar aldrei á forræði fangans að gera slíkt. „Það er á forsendum hinna sem það samtal yrði, alltaf.“ Aðspurð hvort það sé réttlætanlegt að manneskja sem hefur framið eins alvarlegan glæp reyni að leita fyrirgefningar, hjá öðrum og sjálfum sér, segir hún það mjög mikilvægt. „Það er kannski betra að nota orðið sátt, að finna einhvers konar sátt. Þetta er svo stórt og þetta er svo mikið, en það verður að vera einhver leið til að finna sátt. Og það besta er, er þegar fólk finnur að það getur einhvern veginn bætt fyrir það með einhverjum hætti.“ Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur segir að samtal verði alltaf að vera á forræði aðstandenda. Þór afplánaði sinn dóm, fetaði menntaveginn, á í dag fjölskyldu og er í góðu starfi. „Það þarf ótrúlega mikið af fólki að lifa með því sem ég gerði. Ég get ekki breytt þessu á neinn hátt og ég tek afleiðingunum sem er fangelsisvist sem ég sit, sextán ára fangelsisdómur og af því siturðu tvo þriðju og ég er búinn með það. En verknaðurinn engu að síður átti sér stað og það er ekkert sem ég get gert sem getur tekið þetta til baka,“ segir hann og bætir við að hann hafi skrifað mörg „hvað ef?“ blöð – hvað ef hann hefði ekki gert þetta, hvað ef hann hefði haldið áfram á sjónum. Það hins vegar hafi lítið upp á sig. „Þetta ýtir mér áfram í að reyna að bæta mig. Að reyna að gera mig að betri manni þannig að ég geti gefið meira af mér í staðinn. Og það er í rauninni það eina sem ég get gert í dag.“ Fjallað var ítarlega um málið í Ummerkjum á Stöð 2. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Ummerki Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þór gerði á einlægan hátt upp fortíð sína í Ummerkjum á Stöð 2 og lýsti því hvernig á þessum tæpum tveimur áratugum hann hefur reynt að bæta upp fyrir voðaverk sín, þrátt fyrir að vera meðvitaður um að ekkert geti afsakað gjörðir sínar. Eðlileg og góð barnæska Þór var íþróttastrákur í grunninn og stóð sig prýðilega í skóla. Hann átti marga vini og góða fjölskyldu. „Ég átti mjög eðlilega barnæsku, aldrei vöntun á neinu. Lifði lífinu eins og ósköp venjulegt barn. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi, fer þar í Mýrarhúsaskóla og fer þaðan í Valhúsaskóla. Eftir það fór ég í eina önn á Laugarvatn, svo fer ég fljótlega að vinna eftir það. Hætti þar og fer svo fljótlega að vinna eftir það. Fór hálfa önn í Menntaskólann í Reykjavík, komst að því að ég hafði ekki áhuga á að vera þar. Spilaði íþróttir upp alla flokka, handbolta og fótbolta. Þannig að í grunninn er þetta bara ósköp venjuleg barnæska,“ segir hann. Þór fór síðan í skóla í Bandaríkjunum þar sem hann lagði stund á ljósmyndun. Þar reyktu flestir gras og þá hófst hans neysla. „Neyslusaga mín er tiltölulega stutt miðað við marga, hún fer mjög hratt upp og kemur mjög hratt niður,“ segir hann, en hann ákvað að fara í meðferð þegar hann kom aftur til Íslands. „Ég kem heim, fer í meðferð og fer á sjóinn. Það gengur ágætlega en síðan kem ég í land, átti helling af pening og þá eiginlega kom svona crash,“ segir hann. Þór kláraði meðferðina, en hélt neyslunni áfram í beinu framhaldi, og fór þá að sækjast í örvandi fíkniefni. Þór starfaði á bifreiðaverkstæði og sem sjómaður, þar sem hann fékk vel borgað. Peningarnir hins vegar kláruðust hratt í neyslunni. „Ég man ég var í einhverju partýi með einhverju fólki. Við byrjuðum kvöldið áður, vorum þarna á einhverju tjútti og svo var orðinn peningaskortur og þá vantaði meiri pening. Ég vissi hvar hann var að fá.“ Klippa: Ummerki: Við breytum ekki fortíðinni Innbrot sem reyndist örlagaríkt Peningana var að fá á verkstæðinu sem hann starfaði á. Hann þekkti leiðina inn og aðgangskóðann að öryggisskápnum, þannig að hann fór heim til sín og sótti verkfæri til þess að brjóta sér leið inn á verkstæðið. „Mig vantaði meiri pening fyrir meiri efnum og ég vissi að það væri alltaf smá peningur í skápnum og vissi hvernig ég ætti að fara inn, vissi talnaröðina. Þannig að þetta var tiltölulega einfalt – svona skyndiákvörðun.“ Innbrotið átti síðan eftir að reynast mjög afdrifaríkt, því á leið hans á hjólbarðaverkstæðið mætti Þór manni, Braga Óskarssyni, sem var á heimleið eftir næturvakt. „Ég get ekki farið yfir það í smáatriðum,“ segir hann, aðspurður um hvað gerist áður en hann fer í innbrotið. „Ég man ekki til þess og af hverju það gerist en ég verð þarna manni að bana. Og veiti honum sár sem verður til þess að honum verður bani af.“ Þór segist ekki muna eftir atburðunum, og viðurkennir að hann hafi verið í mikilli neyslu. Hann reynir hins vegar að segja frá öllu því sem hann man, og hann man eftir að hafa losað sig við vopnin. „Ég veit ekki hvort ég hafi blokkað það út eða hvort ég hafi verið í þannig ástandi að ég muni það ekki en ég gat aldrei gefið neina greinargóða lýsingu á því hvað átti sér stað,“ segir hann. Óheppni að lenda á mér Hefurðu einhverja hugmynd um hvers vegna þú veittist að þessum manni? „Nei. Því miður. Þetta var bara, óheppni, í rauninni. Fyrir hann. Að lenda á þessum stað, á þessum tíma, með mér. Því miður. Þetta var bara tilviljun ein sem olli þessu.“ Málið olli lögreglu hugarangri, enda var hinn látni þekktur sem heilsteyptur maður, 51 árs að aldri, starfaði sem strætisvagnabílstjóri en hafði þar áður starfað í mörg ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann var vel liðinn og átti ekki óvini. Það sem kom lögreglu hins vegar á sporið var skófar sem fannst á verkstæðinu – og sams konar skófar sem fannst á vettvangi við Víðimel, þar sem Bragi fannst látinn. Aðspurður segist Þór líklega hafa gert sér grein fyrir því hvað hann hafði gert, þó hann muni ekki eftir verknaðnum sjálfum. Hann játaði því hispurslaust þegar lögregla knúði dyra. „Fyrsta sem ég hugsaði var að einhverju leyti léttir, vonbrigði, að hafa brugðist. Að hafa brugðist mínum nánustu og öllum þeim sem komu nærri mér – og skömm, í rauninni,“ segir hann. Kvíðinn magnaðist upp og hnúturinn stækkaði „Þarna var þetta bara búið. Það var í rauninni kvíði sem var, sem kom strax upp. Ég vaknaði upp við það að það var bankað og þá kom strax upp kvíði og svo komu lögreglumenn þarna inn. Kvíðinn magnaðist upp og hnúturinn varð stærri og stærri og stærri. Það kom léttleiki þegar ég sagði já, ég gerði þetta. Þá losnaði um hnútinn en svo kom óvissan um hvað kæmi á eftir. Ég ákvað bara að taka afleiðingum þessa verknaðar,“ segir Þór. Þór játaði sök og áfrýjaði ekki þegar hann var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í héraðsdómi, líkt og langflestir gera. Hann segir að fangelsisvistin hafi verið erfið, sérstaklega einangrunin, en hann sat í einangrun í þrjá mánuði. „Ég átti samt ekkert slæman tíma í einangruninni, því ég las í fyrsta skiptið. Ég kláraði Halldór Laxness og allt eftir Alistair MacLean. Svo tekur við afplánunin eftir það.“ Eins gat hann lesið bréf frá vinum og vandamönnum, en hann það kom honum á óvart að fá slíkar bréfasendingar. „Það kom mér ótrúlega mikið á óvart hvað ég átti mikið af vinum sem studdu mig enn þá, þrátt fyrir það sem ég hafði gert. Eftir alla þessa afplánun þá er það í rauninni það sem kom mér í gegnum þetta.“ Hvers vegna heldurðu að fólk hafi stutt þig svona? „Ég veit það ekki. Ég held að fólk hafi bara þekkt mig eins og ég var. Ég er alinn upp við það að koma vel fram við aðra, eins og flestir eru. Þetta tímabil var mjög mikill útúrdúr úr mínu lífi og að því leyti held ég að það var það sem fólk horfði á. Ég var í rauninni ekki búinn að brenna neinar brýr að baki mér, það voru allir enn á þeim stað að þeir voru tilbúnir til að standa við bakið á mér.“ Þór ákvað strax að vera opinskár um fortíð sína. Hins vegar slær það hann aðeins út af laginu þegar hann er spurður út í fjölskyldu sína. „Mamma kom til mín og það var lítið sagt í örugglega góðan klukkutíma. Það var aðallega bara grátið,“ segir hann. „Mamma var aldrei reið við mig, aldrei út af þessu. Pabbi var þarna líka en þau voru ekki reið. Þau tóku mér bara opnum örmum.“ Hann segir að þau hafi aldrei óttast að hann myndi fremja glæp. „Aldrei. Neyslusaga mín er mjög stutt miðað við marga. Hún fer mjög hratt upp og kemur mjög hratt til baka aftur, þannig að þau voru ekki komin á þann stað enn þá,“ segir Þór og bætir við að hann hafi engar brýr brennt að baki sér þegar þetta gerðist. Þór leitaði ráða hjá fangapresti um hvort hann ætti að nálgast aðstandendur, sem ráðlagði honum gegn því. „Hann talaði við foreldra mína og mig, og foreldra hins látna. Ég bað honum fyrir kveðju og hann skilaði henni, en það eru í rauninni einu samskipti mín sem ég hef átt við þau.“ Mikilvægt að finna sátt Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur segir að meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig, hvort það sé ráðlegt að fangar reyni að nálgast aðstandendur. Það yrði hins vegar aldrei á forræði fangans að gera slíkt. „Það er á forsendum hinna sem það samtal yrði, alltaf.“ Aðspurð hvort það sé réttlætanlegt að manneskja sem hefur framið eins alvarlegan glæp reyni að leita fyrirgefningar, hjá öðrum og sjálfum sér, segir hún það mjög mikilvægt. „Það er kannski betra að nota orðið sátt, að finna einhvers konar sátt. Þetta er svo stórt og þetta er svo mikið, en það verður að vera einhver leið til að finna sátt. Og það besta er, er þegar fólk finnur að það getur einhvern veginn bætt fyrir það með einhverjum hætti.“ Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur segir að samtal verði alltaf að vera á forræði aðstandenda. Þór afplánaði sinn dóm, fetaði menntaveginn, á í dag fjölskyldu og er í góðu starfi. „Það þarf ótrúlega mikið af fólki að lifa með því sem ég gerði. Ég get ekki breytt þessu á neinn hátt og ég tek afleiðingunum sem er fangelsisvist sem ég sit, sextán ára fangelsisdómur og af því siturðu tvo þriðju og ég er búinn með það. En verknaðurinn engu að síður átti sér stað og það er ekkert sem ég get gert sem getur tekið þetta til baka,“ segir hann og bætir við að hann hafi skrifað mörg „hvað ef?“ blöð – hvað ef hann hefði ekki gert þetta, hvað ef hann hefði haldið áfram á sjónum. Það hins vegar hafi lítið upp á sig. „Þetta ýtir mér áfram í að reyna að bæta mig. Að reyna að gera mig að betri manni þannig að ég geti gefið meira af mér í staðinn. Og það er í rauninni það eina sem ég get gert í dag.“ Fjallað var ítarlega um málið í Ummerkjum á Stöð 2. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Ummerki Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00
„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00
„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30