Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 20:30 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís. Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ung kínversk kona lést eftir að hún barst á haf út með öldu í Reynisfjöru í gær. Að minnsta kosti fjögur banaslys hafa nú orðið í fjörunni undanfarinn rúman áratug. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að það væri ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði og sagði málið stranda á landeigendum. Því hafnar Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, alfarið. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ segir Halla. „Á ég að fórna sonum mínum þremur? Þeir eru allir í björgunarsveitinni. Væri það ekki hagur minn ef ég gætti öryggis þeirra líka, að þeir þurfi ekki að fara út í einhverja óvissu?“ Fólk fer þangað sem það ætlar sér Þau séu til að mynda hlynnt því að bæta við ljósabúnaði, sem alltaf yrði logandi til að tákna hættu í fjörunni. Dóttir Höllu, öryggisverkfræðingur, hafi meira að segja komið að hönnun á tilheyrandi skilti með slíkum búnaði - en verkefnið hafi strandað hjá einhverri stofnuninni. Þá sé það hreinlega ómögulegt að stjórna því hvað fólk geri. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Vinkonur í áfalli leituðu hjálpar Það sé alltaf mikið áfall þegar slys verði. „Það tekur virkilega á. Í tvö skipti sem mann hefur tekið út hér niðri í fjöru eftir að við opnum þá hafa aðstandendur komið hér inn. Eins og í gær, stelpur sem voru með þessari ungu konu í ferð. Þá reynir maður að hlúa að og gerir eins og maður getur. Starfsfólkið verður vitni að því og það þarf að hlúa að því.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.Vísir/Sigurjón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir veitingu fjármagns til öryggisúrbóta hafa strandað á því að ekki fengust heimildir til að setja niður hlið. „Þarna þarf að ég tel að ganga lengra til þess að hægt sé að tryggja að einhverja daga á ári sé fjörunni einfaldlega lokað vegna aðstæðna,“ segir Þórdís.
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent