Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 08:49 Yfirgefin gríma á Römerberg-torgi í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira