Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 08:49 Yfirgefin gríma á Römerberg-torgi í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira