Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 08:49 Yfirgefin gríma á Römerberg-torgi í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira