Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 22:56 Frá slysstað í mars 2019. Jemal Countess/Getty Images) Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019. Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing. Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC. Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines. Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra. Fréttir af flugi Boeing Eþíópía Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa í mars 2019. Samkvæmt samkomulaginu viðurkennir Boeing að bera ábyrgð á dauða þeirra sem létust í flugslysinu en á móti munu fjölskyldurnar ekki sækjast eftir svokölluðum refsikenndum skaðabótum (e. punitive damages) frá Boeing. Fjölskyldurnar munu geta sóst eftir bótum frá Boeing og samkvæmt samkomulaginu munu þau mál fara í gegnum bandaríska dómskerfið, en ekki dómskerfin í heimaríkjum þeirra sem létust. Er þetta talið einfalda flækjustigið fyrir fjölskyldurnar, auk þess sem að þær geta þá sótt hærri bætur en ella að því er fram kemur í frétt BBC. Mark Pegram, faðir Son Pegram sem lést í slysinu, segir að samkomulagið sé mikill áfangi því að með því viðurkenni Boeing að það beri ábyrgð á flugslysinu og geti ekki varpað henni á flugmenn vélarinnar eða Ethiopian Airlines. Sérfræðingar telka að með samkomlaginu sé líklegt að yfirmenn hjá Boeing komist hjá því að svara fyrir flugslysið í dómsal. Með því sættist Boeing þó á að greiða fullar skaðabætur 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir flugslysið í Eþiópíu en nokkru áður hafði sams konar flugvél Lion Air í Indónesíu hrapað til jarðar. Flugvélarnar eru aftur komnar í loftið eftir mikla yfirferð flugmálayfirvalda á öryggi þeirra.
Fréttir af flugi Boeing Eþíópía Tengdar fréttir Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. 19. október 2019 09:48
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00
Forstjóri Boeing viðurkennir mistök Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. 16. júní 2019 18:31