Forréttindablind kirkja í bata Sindri Geir Óskarsson skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn. Þó er það svo að í dag hefur hvorki kirkjan né nokkur annar í þessu samfélagi tilkall til þess að njóta forréttinda. Við höfum flest óþol fyrir því að horfa upp á forréttindablindu og leyfum okkur vonandi að horfa í eigin barm þegar okkur er bent á eigin forréttindastöðu. Það hafa verið forréttindi kirkjunnar að skólakerfið hafi að mestu séð um trúfræðsluna, kennt undirstöður kristinfræði og undirbúið börnin undir fermingarfræðslu. Það eru sannarlega veigamikil rök fyrir mikilvægi kristinfræði, þekking á biblíunni opnar menningararf vestur Evrópu og er hluti af því að eiga sterkt menningarlæsi. Kristinfræði er samt ekki horfin, nú er hún kennd sem hluti af trúarbragðafræði og hefur þar jafnvel stærri sess en önnur trúarbrögð einfaldlega vegna þess hvað hún hefur mótað menningu og sögu samfélagsins. Það er auðvelt að hoppa á einfaldar útskýringar og segja til dæmis skort á kristinfræðikennslu rót þess að traust til þjóðkirkjunnar fari dvínandi eða úrsögnum fjölgi. Ég hef samt grun um að óþol gagnvart forréttindastöðu og forréttindablindu leiki þar stærra hlutverk en aðalnámskrá. Fjöldinn í kirkjunni. Ég hef litla trú á því að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar sé í frjálsu falli og endi í núlli. Að árið 2040 muni síðasti meðlimur þjóðkirkjunnar slökkva ljósin í Hallgrímskirkju, læsa á eftir sér og henda lyklinum. Við erum frekar að sigla í áttina að kjörfylgi sem líklega er um 60% þjóðarinnar. Það er staðan í hinum Norðurlöndunum en þróunin átti sér stað nokkrum árum fyrr þar. Í september 2021 birtist frétt á Vísi um að það sem af væri ári hefði fækkað um þrjá í þjóðkirkjunni. Það var grínast með að við þyrftum að finna þessa þrjá og sannfæra þá um að koma aftur, en ég held að þetta renni stoðum undir það að nú sé að hægja á fækkuninni. Ef við horfum á tölur aftur í tímann þá sjáum við að árið 1998 voru 244.893 meðlimir í þjóðkirkjunni, í dag eru þau 229.669 eða 15.224 færri (tölur frá Hagstofunni). Heildarmeðlimafjöldinn segir alls ekki alla söguna því nú er staðan sú að 61,3% landsmanna eru hluti af þjóðkirkjunni og frá aldamótum hafa hátt í 80.þúsund manns annaðhvort gengið úr þjóðkirkjunni eða sleppt því að skrá sig í hana. Sannarlega spila inn í þetta breytur eins og að 15,6% þjóðarinnar séu innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð og meira en helmingur þeirra frá löndum þar sem Kaþólska kirkjan er sterk, enda hefur hún vaxið mjög hér á landi síðasta áratug. Eða þá að frá árinu 2013 hafa börn ekki verið skráð sjálfkrafa í trúfélag móður og skráist utan trúfélaga ef foreldrar eru í sitthvoru trúfélaginu. Árið 2003 var 83% barna skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu, nú er hlutfallið í kringum 45%. Auðvitað hafa þessar breytingar áhrif á heildar myndina en við sem störfum í kirkjunni megum ekki skauta fram hjá þeirri staðreynd að meirihluti þeirra sem velja að ganga úr kirkjunni (ég þar með talinn á sínum tíma) gera það vegna óánægju með kirkjuna eða vegna þess að þau finna ekki samleið með þjóðkirkjunni og kristinni trú. Það er mikilvægt að fólk sem vill tilheyra trúfélagi geri það á sínum forsendum og ég skil það vel að fólk sem hefur óþol á forréttindablindu, yfirhylmingum og hroka hafi ákveðið að yfirgefa kirkjuna í kringum biskupsmálið eða önnur erfið mál sem kirkjan hefur ekki mætt af auðmýkt. Hinsvegar er það svo að sú óánægja hefur yfirleitt lítið sem ekkert að gera með það starf sem unnið er í öllum söfnuðum landsins, kórana, menningarstarfið, barnastarfið, sporahópana, fræðslustarfið, sálgæsluna, sorgarhópana og athafnirnar. Að tilheyra. Þar slær hjarta kirkjunnar, í grasrótinni, í söfnuðunum um allt land þar sem fólki þykir vænt um kirkjuna sína og tekur þátt í starfi hennar. Ég gekk aftur í kirkjuna þegar ég áttaði mig á því að sóknargjaldið mitt rennur beint í litla sveitasöfnuðinn minn. Mig langaði að styðja við starfið þar og tryggja að hægt væri að bjóða upp á kóra- og barnastarf í sveitinni. Það er reynsla mín að eftir þetta tímabil fækkunar sé fólk í meira mæli að velja að ganga aftur í kirkjuna, nú er árlegt að börn sem ekki voru skírð í æsku taki skírn og skrái sig í kirkjuna fyrir fermingu, eins að fólk sem hafði misst trúnna á kirkjunni heyrir í okkur og vill vita hvernig það geti skráð sig aftur. Fækkunin var mikilvæg. Ekkert annað hefur hrist eins vel í stoðum forréttindablindunnar sem við glímum mörg hver við innan kirkjunnar. Kirkjan á ekki og má ekki líta svo á að hún geti talað niður til fólks eða að hún eigi rétt á einhverri stöðu. Kirkjan á að vera þátttakandi í samfélaginu, tala við fólk í augnhæð og einbeita sér að því að boða kærleik, frið og rættlætisboðskap Krists inn í samfélagið. Ég hef fulla trú á því að kirkjan sé á réttri leið og er þakklátur þeim sem hafa sagt sig úr kirkjunni og gagnrýnt hana, því án þeirra radda værum við eflaust enn á bólakafi í forréttindablindunni sem við erum mörg að reyna að brjótast úr. Höfundur er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn. Þó er það svo að í dag hefur hvorki kirkjan né nokkur annar í þessu samfélagi tilkall til þess að njóta forréttinda. Við höfum flest óþol fyrir því að horfa upp á forréttindablindu og leyfum okkur vonandi að horfa í eigin barm þegar okkur er bent á eigin forréttindastöðu. Það hafa verið forréttindi kirkjunnar að skólakerfið hafi að mestu séð um trúfræðsluna, kennt undirstöður kristinfræði og undirbúið börnin undir fermingarfræðslu. Það eru sannarlega veigamikil rök fyrir mikilvægi kristinfræði, þekking á biblíunni opnar menningararf vestur Evrópu og er hluti af því að eiga sterkt menningarlæsi. Kristinfræði er samt ekki horfin, nú er hún kennd sem hluti af trúarbragðafræði og hefur þar jafnvel stærri sess en önnur trúarbrögð einfaldlega vegna þess hvað hún hefur mótað menningu og sögu samfélagsins. Það er auðvelt að hoppa á einfaldar útskýringar og segja til dæmis skort á kristinfræðikennslu rót þess að traust til þjóðkirkjunnar fari dvínandi eða úrsögnum fjölgi. Ég hef samt grun um að óþol gagnvart forréttindastöðu og forréttindablindu leiki þar stærra hlutverk en aðalnámskrá. Fjöldinn í kirkjunni. Ég hef litla trú á því að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar sé í frjálsu falli og endi í núlli. Að árið 2040 muni síðasti meðlimur þjóðkirkjunnar slökkva ljósin í Hallgrímskirkju, læsa á eftir sér og henda lyklinum. Við erum frekar að sigla í áttina að kjörfylgi sem líklega er um 60% þjóðarinnar. Það er staðan í hinum Norðurlöndunum en þróunin átti sér stað nokkrum árum fyrr þar. Í september 2021 birtist frétt á Vísi um að það sem af væri ári hefði fækkað um þrjá í þjóðkirkjunni. Það var grínast með að við þyrftum að finna þessa þrjá og sannfæra þá um að koma aftur, en ég held að þetta renni stoðum undir það að nú sé að hægja á fækkuninni. Ef við horfum á tölur aftur í tímann þá sjáum við að árið 1998 voru 244.893 meðlimir í þjóðkirkjunni, í dag eru þau 229.669 eða 15.224 færri (tölur frá Hagstofunni). Heildarmeðlimafjöldinn segir alls ekki alla söguna því nú er staðan sú að 61,3% landsmanna eru hluti af þjóðkirkjunni og frá aldamótum hafa hátt í 80.þúsund manns annaðhvort gengið úr þjóðkirkjunni eða sleppt því að skrá sig í hana. Sannarlega spila inn í þetta breytur eins og að 15,6% þjóðarinnar séu innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð og meira en helmingur þeirra frá löndum þar sem Kaþólska kirkjan er sterk, enda hefur hún vaxið mjög hér á landi síðasta áratug. Eða þá að frá árinu 2013 hafa börn ekki verið skráð sjálfkrafa í trúfélag móður og skráist utan trúfélaga ef foreldrar eru í sitthvoru trúfélaginu. Árið 2003 var 83% barna skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu, nú er hlutfallið í kringum 45%. Auðvitað hafa þessar breytingar áhrif á heildar myndina en við sem störfum í kirkjunni megum ekki skauta fram hjá þeirri staðreynd að meirihluti þeirra sem velja að ganga úr kirkjunni (ég þar með talinn á sínum tíma) gera það vegna óánægju með kirkjuna eða vegna þess að þau finna ekki samleið með þjóðkirkjunni og kristinni trú. Það er mikilvægt að fólk sem vill tilheyra trúfélagi geri það á sínum forsendum og ég skil það vel að fólk sem hefur óþol á forréttindablindu, yfirhylmingum og hroka hafi ákveðið að yfirgefa kirkjuna í kringum biskupsmálið eða önnur erfið mál sem kirkjan hefur ekki mætt af auðmýkt. Hinsvegar er það svo að sú óánægja hefur yfirleitt lítið sem ekkert að gera með það starf sem unnið er í öllum söfnuðum landsins, kórana, menningarstarfið, barnastarfið, sporahópana, fræðslustarfið, sálgæsluna, sorgarhópana og athafnirnar. Að tilheyra. Þar slær hjarta kirkjunnar, í grasrótinni, í söfnuðunum um allt land þar sem fólki þykir vænt um kirkjuna sína og tekur þátt í starfi hennar. Ég gekk aftur í kirkjuna þegar ég áttaði mig á því að sóknargjaldið mitt rennur beint í litla sveitasöfnuðinn minn. Mig langaði að styðja við starfið þar og tryggja að hægt væri að bjóða upp á kóra- og barnastarf í sveitinni. Það er reynsla mín að eftir þetta tímabil fækkunar sé fólk í meira mæli að velja að ganga aftur í kirkjuna, nú er árlegt að börn sem ekki voru skírð í æsku taki skírn og skrái sig í kirkjuna fyrir fermingu, eins að fólk sem hafði misst trúnna á kirkjunni heyrir í okkur og vill vita hvernig það geti skráð sig aftur. Fækkunin var mikilvæg. Ekkert annað hefur hrist eins vel í stoðum forréttindablindunnar sem við glímum mörg hver við innan kirkjunnar. Kirkjan á ekki og má ekki líta svo á að hún geti talað niður til fólks eða að hún eigi rétt á einhverri stöðu. Kirkjan á að vera þátttakandi í samfélaginu, tala við fólk í augnhæð og einbeita sér að því að boða kærleik, frið og rættlætisboðskap Krists inn í samfélagið. Ég hef fulla trú á því að kirkjan sé á réttri leið og er þakklátur þeim sem hafa sagt sig úr kirkjunni og gagnrýnt hana, því án þeirra radda værum við eflaust enn á bólakafi í forréttindablindunni sem við erum mörg að reyna að brjótast úr. Höfundur er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun