Telja sig hafa handtekið raðmorðingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:11 Perez Reed er grunaður um sex morð og tvær alvarlegar líkamsárásir. AP/St. Louis County Justice Services Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti á mánudag að hún hafi handtekið mann, sem talinn er vera raðmorðingi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað sex og sært tvo til viðbótar í fylkjunum Missouri og Kansas. Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Perez Reed, 25 ára karlmaður, var handtekinn á föstudag eftir að hann steig frá borði lestar í Independence í Missouri. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan, FBI, í fréttatilkynningu og CNN greinir frá. Rannsakendur segja að Reed hafi ferðast þangað frá St. Louis til Kansas City í Missoury og svo til Independence. Hann hafi verið vopnaður .40 kalíbera hálfsjálfvirkri byssu þegar hann var handtekinn. „Þetta kalíber stemmir við skothylki sem fundust á glæpavettvöngum í St. Louis í september síðastliðnum,“ sagði í fréttatilkynningunni. „Minnst sex fórnarlömb voru skotin, og fjögur þeirra til bana, með sama .40 kalíbera skotvopninu.“ Reed hefur neitað sök og segist engan hafa skaðað. Meint fórnarlömb Reeds voru skotin frá miðjum septembermánuði fram í lok október, samkvæmt tímalínu sem rekin er í ákærunni gegn Reed. Reed var búsettur í St. Louis en er sagður hafa ferðast til Kansas City í Kansas þar sem hann skaut tvo til viðbótar til bana. Samkvæmt FBI voru fórnarlömbin í Kansas City myrt á sama hátt og þau sem voru skotin í St. Louis. Íslenskum lesendum þessarar fréttar gæti þótt það ruglingslegt að bæði sé talað um Kansas City í Kansas og Kansas City í Missoury. Til útskýringar er Kansas City stærsta borg Missouri-fylkis en borgin skiptist fyrir miðju á milli fylkjanna Missoury og Kansas. Því er um sömu borg að ræða en Reed ferðaðist til borgarinnar Missoury-megin en skaut fórnarlömbin Kansas-megin. Síðasta fórnarlambið var myrt á heimili sínu en með upptökum úr öryggismyndavélum tokst lögreglu að finna út úr því hver hafi verið þar á ferð. Hafði Reed þurft að sýna ökuskírteini sitt þegar hann fór inn í fjölbýlishúsið og sást hann svo á öryggismyndavélum ganga um það. Á upptökum má sjá svartan mann með húðflúr af hálfmána á enninu, alveg eins og Reed. Reed hefur verið ákærður fyrir tvö morð af héraðssaksóknara í St. Louis. Þá hefur hann jafnframt verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og þrjú vopnalagabrot. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tvö morð í St. Louis borg og þrjú vopnalagabrot. Þá er hann einnig ákærður fyrir alvarlega líkamsárás í borginni. Reed hefur jafnframt verið ákærður fyrir að hafa flutt vopn á milli fylkja til að fremja stórfellt brot á lögum. Reed hefur enn ekki verið ákærður fyrir meint morð í Kansas City í Kansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira