Ábyrgð Ríkissjónvarpsins gagnvart þolendum ofbeldis Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 9. nóvember 2021 08:00 „Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Ríkisútvarpið Kynferðisofbeldi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun