Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 10:24 Veggmynd af Daniel Ortega í höfuðborginni Managva. Hann var marxískur skæruliðaforingi sem tók þátt í steypa einræðisherra landsins á 8. áratugnum. Sem forseti hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans hefur grætt á tá og fingri. AP/Andres Nunes Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns. Níkaragva Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Yfirkjörstjórn Níkaragva segir að Ortega hafi fengið um 75 prósent atkvæða þegar um helmingur þeirra hefur verið talinn. Því bendir allt til þess að Ortega nái endurkjöri til fjórða kjörtímabils síns sem forseti. Enginn forseti hefur setið lengur á valdastóli í Rómönsku Ameríku. Ortega var fyrst forseti frá 1986 til 1990 en náði aftur kjöri árið 2007. Aðeins fimm lítt þekktir fulltrúar smáflokka fengu að bjóða sig fram gegn Ortega. Flokkarnir eru jafnframt í bandalagi með Sandínistahreyfingu Ortega. Mánuðina fyrir kosningarnar voru allir helstu leiðtoga stjórnarandstöðunnar handteknir og sakaðir um ýmsa glæpi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu og Sambandi Ameríkuríkja fengu ekki að fylgjast með kosningunum og þá var erlendum blaðamönnum vísað frá landinu. Ortega var ekki beinlínis veglyndur þegar hann lýsti yfir sigri. Hann lýsti innlendum andstæðingum sínum sem „djöflum“. Hvorki frjálsar né sanngjarnar kosningar Í yfirlýsingu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér áður en greint var frá fyrstu tölum í Níkaragva sakaði hann Ortega og eiginkonu hans, Rosario Murillo, um að hafa skipulagt „látbragðskosningar sem voru hvorki frjálsar né sanngjarnar“. Bandarískir ráðamenn íhuga nú að leggja frekari viðskiptaþvinganir á Níkaragva og endurskoða aðild landsins á fríverslunarsamningi í heimshlutanum. Biden krafðist þess að Ortega endurreisti lýðræði í landinu og sleppti stjórnarandstöðuleiðtogum úr haldi. Í millitíðinni muni Bandaríkjastjórn veita stjórn Ortega aðhald með efnahagslegum og diplómatískum leiðum. Reuters-fréttastofan segir að þúsundir landsmanna hafi flúið Níkaragva frá því að Ortega barði niður mótmæli gegn stjórn hans árið 2018. Talið er öryggissveitir hans hafi drepið um þrjú hundruð manns.
Níkaragva Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira