Hin nýja innviðaskuld Kristrún Frostadóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun