Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 07:01 Sturlaugur er yfirbruggmeistari hjá Borg brugghúsi. stöð2 Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“ Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þó ekki sé hægt að kaupa áfengi í verslunum á Íslandi í dag þá er hægt að komast mjög nálægt því. Fréttamaður nælir sér í einn ískaldan bjór í kælinum í Hagkaup, en er þetta bjór? Jú vissulega er þetta bjór en hann er áfengislaus. Það þýðir að þó maður sötri þennan og missi sig í gleðinni á djamminu þá fylgir engin þynnka daginn eftir. En það hefur verið mikill uppgangur í áfengislausum bjór á Íslandi og raunar í heiminum öllum – og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Úrval áfengislausra bjóra hefur sjaldan verið meira.stöð2 Fram úr öllum væntingum Sölutölur sýna að áfengislaus Bríó er söluhæsti áfengislausi bjórinn á Íslandi. Þess vegna ákváðum við að heimsækja strákana hjá Borg brugghúsi, en þeir fóru fyrst af stað með framleiðslu á áfengislausum bjór fyrir einu og hálfu ári síðan. „Okkur grunaði að þetta myndi fara vel af stað en þetta er að fara fram úr okkar væntingum. Fólk virðist vera mjög ánægt með þetta framtak,“ sagði Sturlaugur Jón Björnsson, yfirbruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Bríó er vinsæll áfengislaus bjór.stöð2 Hann segir að áhugi neytenda á áfengislausum bjórum hafi verið kveikjan að framleiðslunni. „Við höfum séð að það er aukinn áhuga á þessum vöruflokki í Evrópu sérstaklega, bara síðustu fimm til sex árin og það er eitthvað sem við tökum eftir. Samhliða því hafa orðið gríðarlegar framfarir við vinnslu og þekkingu við þessar vörur sem er gott fyrir neytandann því að það þýðir að framleiðendur geta framleitt bragðbetri vöru og það er mjög spennandi hvert þetta tekur okkur.“ Bruggmeistarinn sjálfur segir að galdurinn á bak við góðan áfengislausan bjór sé meðal annars að að vinna með hráefni í hæsta gæðaflokki. Hver er munurinn á því að framleiða áfengan bjór og óáfengan? „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur því þetta eru sömu hráefni að miklu leyti sama ferli þannig þetta eru einhver smáatriði.“ Ylfa og Bríó hafa unnið til gullverðlauna erlendis.stöð2 Borg brugghús hefur tvisvar sinnum sent áfengislausan bjór í keppni erlendis og í bæði skiptið kom fyrirtækið heim með gullið. Hinir verðlaunuðu eru óáfengu Ylfa og Bríó. Það er ekki að sjá að þessi sem fréttamaður smakkar í myndskeiðinu sé áfengislaus enda lítur hann alveg eins út og áfengur bjór og bragðið er alveg eins. Bruggmeistararnir eru hvergi nærri hættir því von er á fleiri áfengislausum bjórum. „Froðusleikir er að koma aftur sem er jóla áfengislaus bjór og með honum mun bætast Faldafeykir sem er nýr áfengislaus jólabjór sem verður með hindberjum og lakkrís svo er nóg í pípunum framundan.“ En eru allir hættir að fá sér?stöð2 En eru allir hættir að fá sér? Hvers vegna njóta áfengislausir bjórar svo mikilla mikilla vinsælda í dag? „Klárlega heilsuþættir. Líka bara úrval, að fólk hafi val þegar það fer jafnvel út á lífið að geta fengið sér áfenga vöru eða óáfenga.“ Eins og er selst áfengur bjór betur en þeir óáfengu. Sturlaugur segir að það verði þó spennandi að sjá þróunina eftir nokkur ár því áfengislaus bjór eru á blússandi siglingu. „Salan hefur verið að vaxa gríðarlega síðasta rúma árið þannig það er mjög spennandi að sjá hvert það fer.“
Verslun Neytendur Næturlíf Áfengi og tóbak Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira