Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn Arnór Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Fjarskipti Grunnskólar Framhaldsskólar Byggðamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett. Á ráðstefnunni kom fram að vissulega hefur margt áunnist í að auka menntunartækifæri á landsbyggðinni. Má þar nefna aukna fjarkennslu á framhalds- og háskólastigi, öfluga starfsemi þekkingarsetra víða um land og aukin tækifæri til nýsköpunar í stafrænum hönnunarsmiðjum (Fab-labs) sem staðsettar eru á átta stöðum um land allt. Sem dæmi um grósku í framhaldsskólastarfi á landsbyggðinni er nýleg námsbraut í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu á Höfn þar sem 80 nemendur stunda nú nám og komast færri að en vilja. Það vill hins vegar oft gleymast að menntun kallar á aðra innviði en vegi og ljósleiðara. Vissulega eru samgöngur og fjarskipti mikilvæg fyrir landsbyggðina en hvaða gildi hafa vegirnir ef ungt fólk hrekkst á brott af landsbyggðinni vegna skorts á menntunartækifærum? Það eru líka of mörg dæmi þess að sérfræðingar með háskólamenntun vilja ekki setjast að á landsbyggðinni þar sem þeir treysta því ekki að börn þeirra geti fengið þar nægilega góða menntun. Efling menntunar á landsbyggðinni krefst stuðningskerfis af hálfu sveitarfélaga þar sem skólastjórnendur og kennarar fá viðeigandi þjónustu hvað varðar þróun þekkingar, kennsluhátta, starfsþróunar og uppbyggingu lærdómssamfélaga í skólum. Einnig þurfa nemendur að hafa aðgang að sértækri þjónustu. Stórauka þarf námsframboð í fjarkennslu og bæta gæði hennar. Þarna ber ríkið ábyrgð til að styðja við sveitarfélög við uppbyggingu menntunarþjónustu, fjölga námstækifærum og efla gæði menntunar. Því ber að fagna að í nýrri tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er að finna tillögur sem eru til þess fallnar að styrkja stoðir menntunar á landsbyggðinni. Eigi þær tillögur að ná tilgangi sínum er nauðsynlegt að þeim fylgi fjármagn eins og ætíð er gert ráð fyrir þegar ráðist er í annars konar innviðauppbyggingu. Til að setja hlutina í samhengi þá má áætla að einn kílómetri af bundnu slitlagi á landsbyggðinni kosti um hálfan milljarð króna. Menn blikka varla auga yfir slíkum kostnaði við þjóðveginn. Það hlýtur því að vera hógvær krafa lagður sé einn milljarður á ári í að byggja menntaveginn landsbyggðinni. Tvo kílómetra í menntun á landsbyggðinni takk! Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun