Björt framtíðarsýn fyrir Ísland Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Byggðamál Vinstri græn Alþingi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun