Hefur fyrirgefið morðingja Birnu en sökin verði aldrei afmáð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 10:33 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í janúar 2017, segist hafa fyrirgefið morðingja hennar en það þýði ekki að sök morðingjans hafi verið afmáð. Aðsend Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, segist hafa fyrirgefið manninum sem myrti dóttur hans. Í þeirri fyrirgefningu felist þó ekki afsökun og sök hans verði aldrei afmáð. Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“ MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þetta skrifar Brjánn í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Var tilefnið viðtal Kastljóss við heimspekiprófessorinn Sigríði Þorgeirsdóttur sem ræddi þar „erfiða stöðu í samskiptum kynjanna, mannlega hegðun, fyrirgefningu og yfirbót“ eins og þáttastjórnandi lýsti umræðuefninu í byrjun þáttar. Ræddu þau þar meðal annars Kveiksþáttinn sem var sýndur á þriðjudagskvöld þar sem leikarinn Þórir Sæmundsson var til viðtals en hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum þegar upp komst að hann hafi sent nektarmyndir á tvær stúlkur, sem ekki höfðu náð fullorðinsaldri. „Fyrirgefning og afsökun gerólíkir hlutir“ Brjánn segir í pistlinum, og í samtali við fréttastofu, að honum hafi þótt málflutningur Sigríðar um fyrirgefningu og afsökun einkennast af því að hún hefði líklega enga reynslu af því sem hún væri að tala um. „Ég byrjaði að horfa á Kastljós. Þar var til viðtals Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki. Eftir fyrsta svar hennar nennti ég ekki að hlusta lengur. Hún er ef til vill hámenntuð og fín, en hefur líklega enga reynslu af því sem hún er að tala um. Fyrirgefning og afsökun eru algerlega gerólíkir hlutir,“ skrifar Brjánn í pistli sínum. „Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér“ Brjánn, eins og landsmönnum er líklega flestum kunnugt, er faðir Birnu Brjánsdóttur sem var myrt í byrjun árs 2017. Mál Birnu skók samfélagið allt og heltók umræðuna á sínum tíma en Birna hvarf úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar 2017. Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen var handtekinn og sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í 19 ára fangelsi, sem hann afplánar nú í stærsta fangelsi Danmerkur: Vestre í Kaupmannahöfn. Brjánn segir í pistli sínum að hann hafi ákveðið að fyrirgefa manninum sem myrti dóttur hans en að í þeirri fyrirgefningu hafi ekki falist afsökun. „Maður myrti dóttur mína. Yndið mitt. Ég ákvað að fyrirgefa honum. Í því fólst ekki afsökun. Sökin verður aldrei afmáð og megi hann rotna fyrir mér,“ skrifar Brjánn. Hann hafi ákveðið að fyrirgefa til þess að gefa Thomasi ekki pláss í huga sínum. „Ég ætla samt ekki að skaffa honum herbergi í hausnum á mér, sem ég myndi gera með að vera uppfullur af hatri sem myndi gera engum skaða nema mér sjálfum. Þannig að ég ákvað að fyrirgefa (ekki afsaka) til að losna við hann.“ Þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði Brjánn segir afsökun þess eðlis að sök þess sem hafi eitthvað á manni brotið sé afmáð. Fyrirgefning sé annars eðlis. „Afsökun er að líta svo á að sök einhvers gagnvart manni verði afmáð. Eitthvað sem einhver gerði á manns hlut muni maður eftirleiðis líta framhjá og jafnvel gleyma með tímanum. Svona eins og ef einhver gleymdi að sækja mann út á stoppistöð,“ segir Brjánn. „Fyrirgefning er allt annað og fyrirgefning felur alls ekki í sér afsökun. Fyrirgefning er að láta af hatri eða öðrum vondum tilfinningum í garð einhvers sem hefur gert á þinn hlut. Þetta tvennt er svo gersamlega ólíkt að ég þurfti að spóla til baka og hlusta aftur á hvað prófessorinn sagði.“
MeToo Birna Brjánsdóttir Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði