„Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 06:00 Hörður Jóhannesson, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri, fór fyrir rannsókn málsins. Ummerki Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. „Þetta var í raun og veru mjög ljótur vettvangur og greinilegt að þarna höfðu orðið mjög mikil átök,” segir Ómar Þorgils Pálmason, fyrrverandi lögreglumaður í tæknideild. „Maðurinn var með mjög mikla áverka í andliti og það voru nokkrir hlutir sem bentu til þess að þarna hefði verið gerð tilraun til ráns sem hefði endað með þessum hætti. Við fundum veski sem var búið að tæta og síðan voru þarna ummerki eftir mikil átök.” Fjallað var ítarlega um málið í þættinum Ummerki sem sýndur er á Stöð 2, þar sem rætt var við lögreglumenn sem komu á vettvang og rannsökuðu málið. „Það sem fannst á vettvangi var mjög afgerandi skófar sem var mjög sérstakt í útliti," segir Ómar Þorgils Pálmason, fyrrverandi lögreglumaður í tæknideild.Ummerki Átti sér einskis ills von Morðið átti sér stað á köldum vetrarmorgni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hinn látni, Bragi Óskarsson, var á leið heim úr vinnu en hann starfaði sem strætisvagnabílstjóri og hafði verið blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár. Bragi átti sér einskis ills von, var vel liðinn og átti enga óvini. Málið olli lögreglunni talsverðum heilabrotum og um tíma lá enginn undir grun. „Ef einhverjir búa yfir einhverjum upplýsingum um mannaferðir á Víðimel á tímabilinu hálf tvö til hálf sex, þá væri það mikill fengur að þeir gæfu sig fram við lögreglu,” sagði Hörður Jóhannesson, þáverandi aðstoðarlögreglustjóri, í fréttum Sjónvarpsins síðar um daginn. Hörður segir að það sem hafi auðveldað rannsóknina hafi verið óskaddaður vettvangur. „Við vorum heppnir í Víðimelnum að því leytinu til að það hafi ekki snjóað eftir að atvikið átti sér stað. Þetta var seint um nóttina eða snemma um morguninn og þegar tilkynningin kemur til okkar var ekkert búið að snjóa. Vettvangurinn var þess vegna alveg hreinn og tær. Þið getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst ef það hefði snjóað í nokkrar mínútur eftir þetta og allt orðið hvítt. Þá hefðu engin ummerki verið að sjá,” segir Hörður. Klippa: Ummerki Morð við Víðimel 2002 Afgerandi skófar „Það sem fannst á vettvangi var mjög afgerandi skófar sem var mjög sérstakt í útliti en síðan fannst líka hringur með rúnum þarna. Hvorugur þessara muna tengdust hinum látna og ljóst að þeir voru eftir árásarmanninn,” segir Ómar Þorgils. Þessa nótt hafði einnig borist tilkynning um innbrot inn í hjólbarðaverkstæði í Vesturbænum. Lögreglumaður sem hafði mætt þangað á vettvang staldraði við þegar hann sá skófarið í snjónum á Víðimelnum því hann hafði séð sams konar skófar á verkstæðinu. „Á þessum tíma sem þetta var þá vorum við tiltölulega nýbúin að taka í notkun stafrænar myndavélar sem breytti í raun og veru algjörlega ferli málsins, því sá rannsóknarlögreglumaður sem var með mér á vettvangi hafði fyrr um nóttina farið í innbrot inn á Ægisíðu,” segir Ómar. „Við vorum að fara yfir myndir af þessum vettvangi og innbrotsvettvangnum og þá kom í ljós sama skófarið á báðum þessum vettvöngum.” Ljóst þótti að sá sem braust inn hafi verið staðkunnur og strax farið í það að skoða starfsmannaskrár. „Þá kom í ljós að starfsmanni á verkstæðinu hafði verið sagt upp einhverjum mánuðum eða vikum en þetta gerist,” segir Ómar. „Við trúum ekki alltaf á tilviljanir."Ummerki „Við trúum ekki alltaf á tilviljanir. Þannig að þegar menn áttuðu sig á hvað var að gerast þá voru menn fljótir að hugsa og fljótir að tengja saman,” segir Hörður. Kjötexi, sveðja og slaghamar Margs konar vopn fundust við rannsókn málsins. „Það var kjötexi sem við fundum. Meira að segja í snjónum þarna við hliðina á skófarinu fundust útlínur af kjötexi, og síðan var þarna sveðja sem fannst líka, löng sveðja með blóðugu handfangi, og slaghamar. Það benti allt til þess að öll þessi vopn hefði verið notuð,” segir Ómar en aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna hinn grunaði var með öll þessi vopn á sér. Hinn grunaði, Þór Sigurðsson, var handtekinn á heimili sínu, þar sem hann játaði verknaðinn. „Ég held að það sé óhætt að segja að það var algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan á þessum tíma. Annar er að koma úr þessari átt á leið í innbrot og hinn á leiðinni úr vinnunni, á leið heim, þegar leiðir þeirra skerast,” segir Hörður. Þór Sigurðsson var undir miklum áhrifum þegar hann réðist á manninn. Hann bar fyrir sig minnisleysi en játaði verknaðinn og var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Braga Óskarssyni bana. Bragi var 51 árs þegar hann lést. Í næsta þætti af Ummerkjum ræðir Þór atburðina á einlægan hátt, en hann segir að ekki líði sá dagur sem þeir koma ekki upp í huga hans. Hann hafi allar götur síðan unnið að því að verða betri maður, hefur menntað sig, eignast fjölskyldu og reynir að vera forvörn fyrir aðra. Ummerki Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Þetta var í raun og veru mjög ljótur vettvangur og greinilegt að þarna höfðu orðið mjög mikil átök,” segir Ómar Þorgils Pálmason, fyrrverandi lögreglumaður í tæknideild. „Maðurinn var með mjög mikla áverka í andliti og það voru nokkrir hlutir sem bentu til þess að þarna hefði verið gerð tilraun til ráns sem hefði endað með þessum hætti. Við fundum veski sem var búið að tæta og síðan voru þarna ummerki eftir mikil átök.” Fjallað var ítarlega um málið í þættinum Ummerki sem sýndur er á Stöð 2, þar sem rætt var við lögreglumenn sem komu á vettvang og rannsökuðu málið. „Það sem fannst á vettvangi var mjög afgerandi skófar sem var mjög sérstakt í útliti," segir Ómar Þorgils Pálmason, fyrrverandi lögreglumaður í tæknideild.Ummerki Átti sér einskis ills von Morðið átti sér stað á köldum vetrarmorgni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hinn látni, Bragi Óskarsson, var á leið heim úr vinnu en hann starfaði sem strætisvagnabílstjóri og hafði verið blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár. Bragi átti sér einskis ills von, var vel liðinn og átti enga óvini. Málið olli lögreglunni talsverðum heilabrotum og um tíma lá enginn undir grun. „Ef einhverjir búa yfir einhverjum upplýsingum um mannaferðir á Víðimel á tímabilinu hálf tvö til hálf sex, þá væri það mikill fengur að þeir gæfu sig fram við lögreglu,” sagði Hörður Jóhannesson, þáverandi aðstoðarlögreglustjóri, í fréttum Sjónvarpsins síðar um daginn. Hörður segir að það sem hafi auðveldað rannsóknina hafi verið óskaddaður vettvangur. „Við vorum heppnir í Víðimelnum að því leytinu til að það hafi ekki snjóað eftir að atvikið átti sér stað. Þetta var seint um nóttina eða snemma um morguninn og þegar tilkynningin kemur til okkar var ekkert búið að snjóa. Vettvangurinn var þess vegna alveg hreinn og tær. Þið getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst ef það hefði snjóað í nokkrar mínútur eftir þetta og allt orðið hvítt. Þá hefðu engin ummerki verið að sjá,” segir Hörður. Klippa: Ummerki Morð við Víðimel 2002 Afgerandi skófar „Það sem fannst á vettvangi var mjög afgerandi skófar sem var mjög sérstakt í útliti en síðan fannst líka hringur með rúnum þarna. Hvorugur þessara muna tengdust hinum látna og ljóst að þeir voru eftir árásarmanninn,” segir Ómar Þorgils. Þessa nótt hafði einnig borist tilkynning um innbrot inn í hjólbarðaverkstæði í Vesturbænum. Lögreglumaður sem hafði mætt þangað á vettvang staldraði við þegar hann sá skófarið í snjónum á Víðimelnum því hann hafði séð sams konar skófar á verkstæðinu. „Á þessum tíma sem þetta var þá vorum við tiltölulega nýbúin að taka í notkun stafrænar myndavélar sem breytti í raun og veru algjörlega ferli málsins, því sá rannsóknarlögreglumaður sem var með mér á vettvangi hafði fyrr um nóttina farið í innbrot inn á Ægisíðu,” segir Ómar. „Við vorum að fara yfir myndir af þessum vettvangi og innbrotsvettvangnum og þá kom í ljós sama skófarið á báðum þessum vettvöngum.” Ljóst þótti að sá sem braust inn hafi verið staðkunnur og strax farið í það að skoða starfsmannaskrár. „Þá kom í ljós að starfsmanni á verkstæðinu hafði verið sagt upp einhverjum mánuðum eða vikum en þetta gerist,” segir Ómar. „Við trúum ekki alltaf á tilviljanir."Ummerki „Við trúum ekki alltaf á tilviljanir. Þannig að þegar menn áttuðu sig á hvað var að gerast þá voru menn fljótir að hugsa og fljótir að tengja saman,” segir Hörður. Kjötexi, sveðja og slaghamar Margs konar vopn fundust við rannsókn málsins. „Það var kjötexi sem við fundum. Meira að segja í snjónum þarna við hliðina á skófarinu fundust útlínur af kjötexi, og síðan var þarna sveðja sem fannst líka, löng sveðja með blóðugu handfangi, og slaghamar. Það benti allt til þess að öll þessi vopn hefði verið notuð,” segir Ómar en aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna hinn grunaði var með öll þessi vopn á sér. Hinn grunaði, Þór Sigurðsson, var handtekinn á heimili sínu, þar sem hann játaði verknaðinn. „Ég held að það sé óhætt að segja að það var algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan á þessum tíma. Annar er að koma úr þessari átt á leið í innbrot og hinn á leiðinni úr vinnunni, á leið heim, þegar leiðir þeirra skerast,” segir Hörður. Þór Sigurðsson var undir miklum áhrifum þegar hann réðist á manninn. Hann bar fyrir sig minnisleysi en játaði verknaðinn og var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Braga Óskarssyni bana. Bragi var 51 árs þegar hann lést. Í næsta þætti af Ummerkjum ræðir Þór atburðina á einlægan hátt, en hann segir að ekki líði sá dagur sem þeir koma ekki upp í huga hans. Hann hafi allar götur síðan unnið að því að verða betri maður, hefur menntað sig, eignast fjölskyldu og reynir að vera forvörn fyrir aðra.
Ummerki Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 „Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30 „Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00
„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“ Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld. 30. nóvember 2020 05:30
„Trúlega mikilvægasta skófar sem við höfum lyft af vettvangi” Gunnar Rúnar Sigurþórsson var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni árið 2010. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2. 23. nóvember 2020 06:31