Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 10:46 Skipið mun sigla til og frá Þorlákshöfn. Vísir/vilhelm Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina. Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017. Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017.
Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17