Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 17:56 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrri stigum málsins. Fyrir aftan hann er Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira