Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 17:56 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrri stigum málsins. Fyrir aftan hann er Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira