Bandaríkjamenn segja Rússa brjóta alþjóðalög Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2021 19:40 Jim Dehart fer fyrir deild í sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála. Stöð 2 Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu. Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bandaríkjamenn voru mjög sýnilegir á Hringborði Norðurslóða fyrr í mánuðinum með öfluga sveit tveggja öldungardeildarþingmanna, háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu og Norðurslóðarannsóknarstofnun Bandaríkjanna. Jim Dehart sem fer fyrir þeirri deild í utanríkisráðuneytinu sem samræmir utanríkisstefnu Bandaríkjanna á öllum sviðum norðurslóðamála segir stjórn Joe Biden forseta leggja mikla áherslu á samstarf við bandalagsþjóðir á öllum sviðum. Það hafi komið fram með þátttöku Antony Blinken utanríksráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í maí þar sem samstaða ríkja í ráðinu hafi verið staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu. „Við sammæltumst um framkvæmdaáætlun til tíu ára til að stýra starfi Norðurskauts-ráðsins til framtíðar. Við settum loftslagsbreytingar í fyrsta forgang og tökum loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir föstum tökum,“ segir Dehart. Þing Hringborðs norðurslóða væri mikilvægur vettvangur ekki hvað síst í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow á á morgun. Siglingaleið kalli á milliríkjasamstarf Hvergi á jörðinni gætir áhrifa loftslagsbreytinganna eins mikið og á norðurslóðum þar sem hitinn hækkar þrisvar sinnum hraðar en annars staðar. Dehart segir opnun norður siglingaleiðarinnar kalla á samstarf ríkja sem liggi að norðurslóðum. Bandaríkjamenn hafi til að mynda mótmælt skilyrðum sem Rússar hafi sett varðandi siglingarnar. „Þeir vilja setja skilyrði fyrir skip sem sigla norðurleiðina, t.d. um tilkynningarskyldu og skyldu til að nota rússneska ísbrjóta. Þetta brýtur í bága við alþjóðalög og við höfum því mótmælt þessu,“ segir Dehart. Hafa áhyggjur af Kína Á sama tíma hafi Bandaríkjastjórn stutt núverandi formennsku Rússa í Norðurskautsráðinu og vilji vinna með þeim. Hins vegar hafi Kínverjar sem ekki eigi land að norðurslóðum einnig reynt að gera sig gildandi á norðurslóðum. „Við höfum nokkrar áhyggjur af framferði Kínverja víða um heim. Alþjóðalög og strangar reglur gilda um norðurskautssvæðið. Hvert það ríki sem vill láta til sín taka og starfa á norðurslóðum þarf að hlíta þessum lögum og reglum. Við munum halda því til streitu,“ segir Jim Dehart að lokum.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Utanríkismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent