Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 18:04 Farsóttanefnd Landspítalans hefur áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira