Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2021 11:59 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent