Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 12:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú viðstaddur réttarhöldin í Lundúnum. Getty/Chris J Ratcliffe Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01
Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25