Enginn í áskrift hjá Alfreð sem kom mörgum á óvart Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 12:30 Alfreð Gíslason hefur verið þjálfari Þýskalands frá því í febrúar á síðasta ári. Getty/Tom Weller Alfreð Gíslason réðst í „róttækar breytingar“ á þýska karlalandsliðinu í handbolta þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira