Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 08:41 Íslendingar kannast margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda hér á landi í upphafi tíunda áratugarins. Ísmús Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“ Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“
Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira