Allt að ársbið eftir sálfræðingi Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 22:00 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira